Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 10:45

PGA: Tiger og Lefty úr leik – Webb Simpson efstur – hápunktar og högg 2. dags

Það er Webb Simpson sem leiðir þegar Greenbrier Classic er hálfnað. Simpson er búinn að spila á samtals 9 undir pari, samtals 132 höggum (65 66).  Vegna óveðurs varð að fresta mótinu og eiga nokkrir eftir að ljúka leik þ.á.m. Martin Flores, sem eftir á að spila 2 holur, er sem stendur á 16. holu og 8 undir pari og gæti því enn tekið 1. sætið af Simpson.

Fjórir kylfingar hafa lokið leik á samtals 8 undir pari, samtals 133 höggum þ.e. Jonathan Byrd, Charlie Beljan, Jeff Maggert og Jerry Kelly og deila sem stendur 2. sæti.

Niðurskurður var miðaður við 1 undir pari.  Allt þar yfir er á leiðinni heim og spilar ekki um helgina þ.á.m. eru Phil Mickelson (Lefty) og Tiger Woods. Phil spilaði á samtals 2 yfir pari og aðeins 1 höggi munaði að Tiger kæmist í gegnum niðurskurð, en hann spilaði samtals á sléttu pari og er úr leik.  Aðrir góðir sem ekki verða með um helgina eru t.a.m. Rory Sabbatini, Jim Furyk, Camilo Villegas, Jhonattan Vegas og Trevor Immelman.

Meðal þeirra sem komust í gegnum niðurskurð var hinn 62 ára Tom Watson en hann spilaði á samtals 2 undir pari (70 68). Glæsilegt hjá Watson!!!

Til að sjá stöðuna eftir 2. dag á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á 2. degi Greenbrier Classic sem Steve Stricker átti  SMELLIÐ HÉR: