Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2012 | 14:20

GKJ: Theodór Emil og Heiða Guðna eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Kjalar 2012

Það eru Theódór Emil Karlsson og Heiða Guðnadóttir, sem eru klúbbmeistarar GKJ 2012.

Theodór Emil var sá eini sem var með heildarskor undir pari á Meistaramóti GKJ, þ.e. 2 undir pari eða samtals 286 högg (73 73 69 71). Glæsilegur árangur það  og sérstaklega seinni 2 dagarnir þar sem Theodór Emil spilaði 3 undir pari 3. daginn og 1 undir pari lokahringinn. Theódór Emil átti 7 högg á þann sem næstur kom en það var Arnar Sigurbjörnsson, sem varð í 2. sæti.

Úrslit í Meistaraflokki á Meistaramóti GKJ 2012 í karlaflokki eru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 Alls Mismunur
1 Theodór Emil Karlsson GKJ 1 F 37 34 71 -1 73 73 69 71 286 -2
2 Arnar Sigurbjörnsson GKJ 0 F 38 36 74 2 73 70 76 74 293 5
3 Davíð Gunnlaugsson GKJ 1 F 37 37 74 2 70 74 77 74 295 7
4 Magnús Lárusson GKJ -1 F 43 34 77 5 73 73 75 77 298 10
5 Rúnar Óli Einarsson GKJ 2 F 37 36 73 1 76 77 74 73 300 12
6 Aron Valur Þorsteinsson GKJ 3 F 38 39 77 5 79 75 71 77 302 14
7 Jón Hilmar Kristjánsson GKJ 4 F 39 36 75 3 80 74 75 75 304 16
8 Stefán Þór Hallgrímsson GKJ 4 F 40 35 75 3 78 78 77 75 308 20
9 Gísli Ólafsson GKJ 5 F 39 38 77 5 80 80 79 77 316 28
10 Skúli Skúlason GH 3 F 39 40 79 7 81 78 78 79 316 28
11 Guðni Birkir Ólafsson GKJ 4 F 42 42 84 12 82 77 78 84 321 33
12 Guðni Valur Guðnason GKJ 6 F 40 43 83 11 80 75 83 83 321 33
13 Tryggvi Haraldur Georgsson GKJ 4 F 46 40 86 14 78 81 77 86 322 34
14 Páll Theodórsson GKJ 2 F 39 41 80 8 89 80 75 80 324 36

Heiða Guðnadóttir, klúbbmeistari GKJ 2012, ásamt kaddý Davíð Gunnlaugssyni, sem varð í 3. sæti í karlaflokki á meistaramótinu. Mynd: Golf 1

Heiða Guðnadóttir er klúbbmeistari kvenna í GKJ 2012, en hún var eini keppandinn í meistaraflokki kvenna í GKJ.  Hún spilaði á 31 yfir pari, 319 höggum (78 81 79 81) s.s. sjá má hér að neðan:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 Alls Mismunur
1 Heiða Guðnadóttir GKJ 5 F 41 40 81 9 78 81 79 81 319 31