Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2012 | 18:45

GR: Ólafía Þórunn og Haraldur Franklín klúbbmeistarar Golfklúbbs Reykjavíkur 2012

Það eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Haraldur Franklín Magnús sem eru klúbbmeistarar GR 2012.

Ólafía vann með nokkrum yfirburðum var á samtals 285 höggum og átti 18 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur, sem varð í 2. sæti.

Haraldur Franklín fékk að hafa fyrir titli sínum; fór í bráðabana við Arnór Inga Finnbjörnsson, sem varð í 2. sæti, en báðir voru jafnir á samtals 8 undir pari eftir 4 spilaða hringi (2 á Korpunni og 2 í Grafarholtinu).

Lokastaða efstu kylfinga í m.fl. karla í Meistaramóti GR:
1. sæti Haraldur Franklín Magnús GR 71-66-70-71=278 -8 (e. bráðabana)
2. sæti Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 73-70-67-68=278 -8
3. sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 69-71-68-72=280 -6
4. sæti Andri Þór Björnsson GR 71-70-72-73=286 par
5. sæti Birgir Guðjónsson GR 71-72-74-75=292 +6
Lokastaða efstu kylfinga í m.fl. kvenna í Meistaramóti GR:
1. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 70-73-67-75=285 -1
2. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir GR 77-77-74-75=303 +17
3. sæti Berglind Björnsdóttir GR 75-76-84-76=311 +25

Sjá má allar niðurstöður á Meistaramóti GR 2012 HÉR.

Smellið hér til að sjá myndir frá meistaramóti GR