Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Marcel Siem sigraði á Alstom Open de France

Það var Þjóðverjinn Marcel Siem sem sigraði á Alstom Open de France mótinu í París í dag. Siem spilaði samtals á 8 undir pari, 276 höggum (68 68 73 67). Það var einkum glæsihringur hans í dag upp á 67 högg, sem tryggði sigurinn og sigurtékkann upp á €525.000,- Þetta er 2. sigur Siem á Evróputúrnum en hann hefir áður sigrað á Dunhill Championship 2004.  Eftir sigurinn sagði Siem m.a.: „Ég er svo hamingjusamur.  Þetta (sigurinn) hefir mikla þýðingu fyrir mig.“

Í 2. sæti varð Ítalinn Francesco Molinari aðeins 1 höggi á eftir Siem, eftir að hafa náð besta skorinu í mótinu á lokahringnum, 64 höggum!

Í 3. sæti 2 höggum á eftir Siem var síðan „heimamaðurinn“ Raphaël Jacquelin.

Til þess að sjá úrslitin á Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: