Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 18:15

EPD: Stefán Már á 73 og Þórður Rafn á 74 höggum eftir 1. dag Bad Waldensee Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson hófu í dag keppni á Bad Waldensee Classic mótinu, en það er hluti af þýsku EPD mótaröðinni.

Stefán Már lék á 73 höggum þ.e. 1 yfir pari.  Skorkortið var skrautlegt en Stefán Már fékk 5 fugla, 4 skolla og 1 skramba og er T-26, þ.e. deilir 26. sætinu með 12 öðrum kylfingum m.a. Þjóðverjanum, Marcel Haremza, sem búinn er að standa sig vel á EPD í ár.

Þórður Rafn spilaði á 74 höggum, 2 yfir pari. Hann var með 3 fugla og 5 skolla og er í T-39, þ.e. deilir 39. sætinu ásamt 10 öðrum kylfingum.

Í efsta sæti eftir 1. dag er Skotinn Jordan Findlay, en hann spilaði á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Bad Waldensee Classic, SMELLIÐ HÉR: