Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 18:30

Dregið í holl fyrir Opna breska: Lee Westwood í holli með Bubba Watson og Yoshinori Fujimoto

Í morgun var gjört opinbert hverjir hefðu dregist saman í holl á Opna breska, sem hefst nú í vikunni. Margir spá Lee Westwood sigri, en honum líður einstaklega vel á Royal Lytham & Anne´s þar sem mótið fer fram. Hann hefir aldrei sigrað á risamóti. Westwood dróst í lið með Golf boys-num, General Lee eigandanum, nýbökuðum föður og sigurvegara The Masters í ár, Bubba Watson ásamt Yoshinori Fujimoto, frá Japan. Það er heilmikill heiður fyrir hinn 22 ára Fujimoto að spila með jafnmiklum hetjum og Lee og Bubba, en hann á aðeins að baki einn sigur á japanska PGA.

En hver veit? Opna breska hefir þann vana að koma öllum skemmtilega á óvart sbr. þegar Louis Oosthuizen vann – kannski að þetta sé ár Fujimoto?

Önnur holl sem skemmtilegt verður að fylgjast með eru t.d. Tiger- Justin Rose og Sergio Garcia ;   Luke Donald-Phil Mickelson og Geoff Ogilvy;  Rory McIlory-Keegan Bradley og Louis Oosthuizen. Afmæliskylfingur dagsins Adam Scott, sem einnig á eftir að sigra á risamóti dróst með Alan Dunbar og Matt Kuchar.  Það verður fróðlegt hvað hann gerir í ár á Opna með Steve Williams á pokanum!

Til þess að sjá í heild hverjir drógust í holl SMELLIÐ HÉR: