Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2012 | 13:30

Afmæliskylfingar dagsins: Adam Scott – 16. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er einn vinsælasti kylfingur a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar – maður sem hvað eftir annað hefir verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma… og sem er þar að auki líka góður kylfingur…. ástralski kylfingurinn Adam Derek Scott.

Adam fæddist Adelaide í Ástralíu, 16. júlí 1980 og er því 32 ára í dag. Hann býr í Crans-Montana í Sviss. Adam gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og hefir á ferli sínum sigrað 18 sinnum, þ.á.m. 8 sinnum á evrópsku mótaröðinni og 8 sinnum á PGA. Honum hefir enn ekki tekist að sigra á risamóti og er eflaust einn þeirra sem lítur löngunaraugum á Claret Jug, en Opna breska, risamót allra risamóta hefst n.k. fimmtudag. Besti árangur hans á risamóti er T-2 árangur á the Masters í fyrra, 2011. Besti árangur Scott á heimslistanum er hins vegar 3. sætið eftir að hann varð í 2. sæti á Mercedes Benz Championship 2006. Adam er í 13. sæti nýja heimslistans, sem birtur var í dag.

Þess mætti í lokin geta þess að á þessum degi fyrir 1 ári birtust  fréttir Golf 1 í fyrsta skiptið á Facebook – Golf 1 golffréttavefurinn opnaði þó ekki formlega fyrr en 2 1/2 mánuði síðar þ.e. 25. september 2011.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stuart Cage, 16. júlí 1973 (39 ára);  Thomas Edward Aiken, 16. júlí 1983 (29 ára) …… og …….


Rodney Fletcher (44 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is