F.v.: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG; Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: http://eym.hungolf.hu/photos/team_photos_2012
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 20:35

Lið Íslands í 22. sæti á European Young Masters eftir 2. dag

Íslenska liðið, skipað kylfingum 16 ára og yngri, er í 22. sæti á European Young Masters mótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Þau Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK leika fyrir Íslands hönd í mótinu.

Aron Snær hefur leikið best hjá íslenska liðinu en hann hefur leikið báða hringina á 79 höggum. Hann er í 30. sæti meðal drengja sem þátt taka. Egill Ragnar hefur leikið á 83 og 86 höggum á fyrstu tveimur hringjunum. Sara Margrét hefur leikið á 83 og 82 höggum og Gunnhildur lék á 94 höggum í gær og 86 höggum í dag.

26 þjóðir taka þátt í mótinu og er Ítalía í efsta sæti í mótinu.

Golf 1 óskar þeim Aroni Snæ, Gunnhildi, Agli Ragnari og Söru Margréti góðs gengis á morgun.

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: GSÍ