Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 21:10

LPGA: Stacy Lewis leiðir enn þegar Evian Masters er hálfnað

Bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis heldur forystunni eftir 2. spilaðan hring Evian Masters. Lewis er búin að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (63 69) og á 1 höggs forskot á Ilhee Lee frá Suður-Kóreu (66 67).

Inbee Park landa Lee og Paula Creamer deila 3. sætinu á samtals 9 undir pari 135 höggum þ.e. þær eru báðar 3 höggum á eftir Lewis. Mika Miyazato frá Japan er ein í 5. sæti á samtals 8 undir pari, 136 höggum.

Þrjár deila síðan 6. sætinu: Beatriz Recari frá Spáni, Hyo Joo Kim og Hee Young Park frá Suður-Kóreu, en sú síðarnefnda var forystu mestallan 1. dag mótsins.

Þær sem komust ekki í gegnum niðurskurð voru m.a. Yani Tseng, Morgan Pressel, Melissa Reid og Lexi Thompson.

Til þess að sjá stöðuna á Evian Masters þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: