Tinna Jóhanns, GK, Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 13:30

Íslandsmótið í höggleik: Tinna Jóhanns efst eftir 6 holur 2. hrings í kvennaflokki

Tinna Jóhannsdóttir, GK, leiðir eftir að 1/3 hluti 2. hrings eða 6 holur hafa verið spilaðar á Strandarvelli.  Tinna fékk m.a. frábæran fugl á flugbrautina þ.e. par-5 3. braut Strandarvallar, sem mörgum finnst erfið og jafnvel þeir bestu þakka fyrir að fá par á.  Því miður fékk Tinna líka skolla á par-4 6. brautina, þannig að hún hefir lokið 6 holum á pari og er samtals á 3 yfir pari, sem stendur.

Fjórar eru síðan á hæla Tinnu, en það eru Anna Sólveig Snorradóttir (GK); Eygló Myrra Óskarsdóttir (GO); Sunna Víðisdóttir (GR) og forystukona gærdagsins Valdís Þóra Jónsdóttir (GL).

Valdís Þóra átti slaka byrjun í dag fékk því miður skramba á 1. holu (6 högg á par-4 holuna) og skolla á 2. holu (4 högg á par-3 holuna).

Enn á eftir að spila 2/3 hluta af 2. hring, en eftir daginn í dag verður skorið niður um 1/3 í kvennaflokki þ.e. aðeins þær með 18 bestu skorin halda áfram af 27.

Miðað við stöðuna núna eru það eftirfarandi 9 sem ekki komast í gegnum niðurskurð: Þórdís Geirsdóttir, GK;  Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR; Heiða Guðnadóttir, GKJ; Hansína Þorkelsdóttir, GKG;  Særós Eva Óskarsdóttir, GKG;  Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA; Jódís Bóasdóttir, GK; Saga Ísafold Arnarsdóttir, GK og Arndís Eva Finnsdóttir, GK.   Það verður gaman að sjá hvort einhverri þeirra hefir tekist að spila sig í hóp 18 efstu í lok dags.

Fylgjast má með stöðunni á 2. degi Íslandsmótsins í höggleik með því að SMELLA HÉR: