Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 14:25

Íslandsmótið í höggleik: Axel setti í fuglagírinn – fékk 7 fugla á 2. hring!

Axel Bóasson, GK, Íslandsmeistari í höggleik 2011, sem á titil að verja á Íslandsmótinu í ár átti fremur slappa byrjun í gær.  Hann lék á 4 yfir pari, 74 höggum og var í 35. sæti af 123 keppendum í karlaflokki.

Í dag var hins vegar nýr dagur.  Allt annað upp á teningnum hjá Íslandsmeistaranum okkar sem fékk glæsilega 7 fugla á Strandarvelli í dag, þrátt fyrir að fremur vindasamt hafi verið í dag. Fuglar Axels komu á 1., 2., 5. 7., 9., 10. og 15. braut.  Hann fékk líka 3 skolla (á 6., 8. og 11. braut) og því er skor hans í dag glæsiskor upp á 4 undir pari, 66 högg!!!

Axel er því búinn að jafna skorið frá því í gær upp í samtals slétt par og er sem stendur þegar þetta er ritað (kl. 14:20) í 6. sæti í karlaflokki – búinn að lyfta sér upp um heil 29. sæti!!!

Fylgjast má með stöðunni á 2. degi Íslandsmótsins í höggleik með því að SMELLA HÉR: