Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2012 | 18:20

Íslandsmótið í höggleik: Valdís Þóra leiðir fyrir lokahringinn

Það er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem leiðir eftir 3. dag Íslandsmótsins í höggleik. Valdís Þóra lék á 2 yfir pari í dag 72 höggum. Hún fékk 5 skolla (2., 4., 11., 13. og 15. braut) og 3 fugla (á 10., 12. og 16. braut). Samtals er Valdís Þóra búin að fá 9 fugla, 30 pör og 13 skolla og 2 skramba eftir 3 hringi. Samtals hefir Valdís Þóra leikið  á 8 yfir pari (71 75 72).

Tinna Jóhanns, GK, Mynd: Golf 1.

Á hæla Valdísar er Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem er aðeins 1 höggi á eftir. Tinna er búin að spila á samtals 9 yfir pari (76 73 70) og átti sinn besta hring í dag á mótinu eða slétt par.

Í 3. sæti er önnur forystukvenna gærdagsins Anna Sólveig Snorradóttir, GK, en hún er búin að spila á 10 yfir pari (72 74 74). Jafnt og flott golf hjá Önnu Sólveigu og aðeins 2 högg sem skilur þær Valdísi Þóru að.  Spennandi helgi á úrslitahringnum hjá konunum framundan!!!

Staða allra 18 kvennþátttakendanna eftir 3. hring Íslandsmótsins í höggleik er eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 1 F 37 35 72 2 71 75 72 218 8
2 Tinna Jóhannsdóttir GK 0 F 35 35 70 0 73 76 70 219 9
3 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 36 38 74 4 72 74 74 220 10
4 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 0 F 36 34 70 0 77 76 70 223 13
5 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 0 F 38 36 74 4 76 75 74 225 15
6 Signý Arnórsdóttir GK 2 F 35 36 71 1 74 81 71 226 16
7 Guðrún Pétursdóttir GR 4 F 36 40 76 6 72 79 76 227 17
8 Sunna Víðisdóttir GR 1 F 38 41 79 9 73 76 79 228 18
9 Karen Guðnadóttir GS 5 F 37 35 72 2 78 79 72 229 19
10 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 2 F 41 39 80 10 75 74 80 229 19
11 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 3 F 42 41 83 13 74 74 83 231 21
12 Ingunn Einarsdóttir GKG 5 F 39 39 78 8 78 76 78 232 22
13 Heiða Guðnadóttir GKJ 5 F 35 42 77 7 79 76 77 232 22
14 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 5 F 41 42 83 13 75 75 83 233 23
15 Berglind Björnsdóttir GR 2 F 40 35 75 5 82 79 75 236 26
16 Ragna Björk Ólafsdóttir GKG 3 F 39 37 76 6 82 79 76 237 27
17 Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 6 F 39 42 81 11 82 77 81 240 30
18 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 3 F 40 42 82 12 79 81 82 242 32