Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 22:55

PGA: Bradley sigraði á Bridgestone

Það var Keegan Bradley sem sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í Akron, Ohio, nú fyrr í kvöld.  Hann „stal sigrinum“ af Jim Furyk, sem búinn var að leiða allt mótið. Bradley spilaði á samtals 13 undir pari, 267 höggum (67 69 67 64). Það var glæsilokahringur Bradley upp á 6 undir pari, 64 högg, sem skilaði honum sigrinum.  Hann var með „hreint“ skorkort 6 fugla 12 pör og engan skolla eða þaðan af verra! Fyrir sigurinn fær Keegan Bradley $ 1,4 milljónir.  Til þess að sjá sigurpútt Keegan Bradley SMELLIÐ HÉR:  Aumingja Jim Furyk varð í 2. sæti á samtals 12 undir pari, 268 höggum og deildi því sæti með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 20:14

LET: Catriona Matthew sigraði á Opna írska

Það var hins skoska 42 ára Catriona Matthew sem sigraði á Opna skoska í dag. Sigurskor hennar var samtals 7 undir pari, 209 höggum  (67 71 71). „Ég er algerlega í himnasælu“ sagði Matthew, sem vann í 5. sinn í dag á Ladies European Tour (skammst.: LET) og í 9 sinn allt í allt. „Það er alltaf erfitt að spila lokahringinn eftir að hafa verið í forystu. Ég var bara á labbinu þarna á 7 undir pari og sá Suzann (Pettersen) setja niður nokkra fugla. Ég held að henni hafi fundist hún vera komin aftur í Solheim Cup.“ Um ást sína á Killeen golfvellinum, þar sem henni líður vel og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 16:30

Harry Ellis er sá yngsti til að sigra á English Amateur Championship

Harry Ellis er ekki einu sinni orðinn 17 ára. En í gær varð hann enskur meistari áhugamanna yngstur allra eða 16 ára 11 mánaða og 28 daga. Þar með sló Ellis fyrra aldurmet, þeirra yngstu sem orðið hafa enskir meistarar áhugamanna, en yngstur fram að því var Nick Faldo þegar hann sigraði í Royal Lytham 1975.  Ellis sigraði með því að leggja Henry Tomlinson 2&1 í 36 holu maraþoni sem stóð í næstum 11 tíma eftir að hafa verið frestað tvívegis vegna óveðurs. „Þetta er yfirþyrmandi og ég er þreyttur“ sagði Ellis. „Mér finnst eins og þetta sé draumur en öll vikan hefir verið frábær. Mér leið eins og ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ólafur Björn Loftsson og Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2012

Í dag er mikill afmælisdagur stórkylfinga!!! Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Ólafur Björn Loftsson, NK og Gylfi Rútsson. Ólafur Björn er fæddur 5. ágúst 1987 og er því 25 ára í dag en Gylfi Rútsson er fæddur 5. ágúst 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Það þarf vart að kynna Ólaf Björn, Íslandsmeistara í höggleik 2009 en lesa má nýlegt viðtal Golf 1 við Ólaf Björn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Gylfi Rútsson (50 ára) Olafur Loftsson (25 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Katsunari Takahashi, 5. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 14:00

Feðgar – þeir Gunnar Þór Halldórsson og Baldur Mikael Gunnarsson fóru holu í höggi!!!

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað að feðgarnir Gunnar Þór Halldórsson, GK og Baldur Mikael Gunnarsson, GK fóru holu í höggi sitthvorn daginn eða dagana 25. og 26 júlí. Baldur Mikael sem er 13 ára gamall var við leik á Flúðarvelli og fór holu í höggi eftir að hafa slegið með 9 járni á 9. braut vallarins. Var mikill fögnuður á heimilinu, enn eitthvað hefur þetta ýtt við húsbóndanum Gunnar Þór sem gerði það sama daginn eftir er hann lék Húsatóftarvöll í Grindavík. Þar á 7. holu notaðist hann við 52 gráðu fleygjárn og setti beint í holu. Golf 1 óskar þeim feðgum Gunnari Þór og Baldri Mikael til innilega hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 12:00

GL: Akurnesingar stoltir af Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð Íslandsmeistari í höggleik nákvæmlega fyrir viku síðan. Hún tryggði sér titilinn með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 undir pari, 293 höggum  (71 75 72 75). Vel var tekið á móti Valdísi heima á Akranesi, en félagar í golfklúbbnum Leyni héldu henni hóf í golfskálanum á Garðavelli á Akranesi s.l. mánudagskvöld.  Þar voru henni færð blóm og hamingjuóskir frá ýmsum aðilum á Akranesi – enda Akurenesingar ákaflega stoltir af Valdís Þóru!!! Í viðtali við Skessuhorn (fréttaveitu Vesturlands) sem náði tali af Valdísi „var hún að vonum ánægð með sigurinn.  Kvaðst hafa spilað nokkuð stöðugt golf í keppninni, (eða með orðum Valdísar): „Mér gekk vel að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 09:50

Íslandsmót eldri kylfinga: Sigurður H. Hafsteinsson, Sigurður Albertsson, María Málfríður Guðnadóttir og Sigrún M. Ragnars- dóttir Íslandsmeistarar eldri kylfinga 2012

Íslandsmóti eldri kylfinga lauk í gær og nýir Íslandsmeistarar hafa verið krýndir. Sigurður H. Hafnsteinsson, GR, er Íslandsmeistari 2012 í karlaflokki 55+.  Hann spilaði hringina 3 í mótinu á samtals 9 yfir pari, samtals 225 höggum (73 73 79). Nafni hans, Sigurður Albertsson, GS, varð Íslandsmeistari 2012 í flokki karla 70+ eftir mikla keppni við Ragnar Guðmundsson, GV. Sigurskor Sigurðar var 19 yfir pari, 235 högg (80 80 75) og munaði mestu um glæsilegt skor á lokahringnum, þar sem Sigurður spilaði á 3 yfir pari, 75 höggum, en Ragnar, sem búinn var að vera í forystu tvo daganna þar á undan spilaði á 83 höggum. Í kvennaflokki 65+ og 55+ urðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 08:45

LET: Catriona Matthew leiðir fyrir lokahring Opna írska

Það er Catriona Matthew frá Skotlandi sem leiðir fyrir lokarhring Opna írska. Samtals er Catriona búin að spila hringina 2 á 6 undir pari, samtals 138 höggum (67 71). „Ég er svolítið vonsvikin. Ég spilaði vel á fyrri 9 og síðan kostaði slæmt dræv á 17. mig skrambna, en 1 undir pari, er ekki svo slæmt,“ útskýrði hin 42 ára Catriona sem er frá golfhéraðinu mikla í Skotlandi, North Berwick. Öðru sætinu deila landa Catrionu, Carly Booth og fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State, Pernilla Lindberg, frá Svíþjóð á samtals 4 undir pari, 140 höggum. Carly Booth sagði m.a. eftir hringinn: „Ég spilaði mjög stöðugt, mjög gott golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 08:15

PGA: Furyk enn í forystu fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. hrings

Jim Furyk er búinn að vera í forystu allt Bridgestone heimsmótið í Akron, Ohio.  Fyrir lokahringinn sem verður spilaður í dag leiðir Jim með 1 höggi sem hann á, á Louis Oosthuizen. Samtals er Furyk búinn að spila á 11 undir pari 199 höggum (63 66 70). Oosthuizen er á samtals 10 undir pari, 200 höggumi (67 65 68). Þeir tveir, Furyk og Oosthuizen,  hafa nokkuð forskot því sá sem næstur kemur er Bradley Keegan á 7 undir pari og í 4. sæti á 6 undir pari eru Rory McIlroy og Steve Stricker. Sjötta sætinu deilir Justin Rose ásamt þeim John Senden og Bo Van Pelt á 5 undir pari. Nr. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2012 | 15:00

GKJ: Sveitir Golfklúbbsins Kjalar í sveitakeppni GSÍ kynntar

Í gær voru Sveitir GKj í sveitakeppni GSÍ 10-12 ágúst kynntar. Þær eru eftirfarandi: Karlasveit GKj Theodór Emil Karlsson (Mótaröð GKj, Eimskipsmótaröðin, klúbbmeistari) Magnús Lárusson (Eimskipsmótaröðin) Davíð Gunnlaugsson (Eimskipsmótaröðin, Mótaröð GKj) Aron Valur Þorsteinsson (Mótaröð GKj) Arnar Sigurbjörnsson (Val) Páll Theodórsson (Val) Rúnar Óli Einarsson (Val) Eitt sæti óákveðið   Liðstjóri: Eyjólfur Kolbeins   Kvennasveit GKj Heiða Guðnadóttir Katrín Dögg Hilmarsdóttir Helga Rut Svanbergsdóttir Arna Kristín Hilmarsdóttir Arna Rún Kristjánsdóttir Kristín María Þorsteinsdóttir Rut Héðinsdóttir Margrét Óskarsdóttir   Liðstjóri: Elín Rósa Guðmundsdóttir