Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 08:15

PGA: Furyk enn í forystu fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. hrings

Jim Furyk er búinn að vera í forystu allt Bridgestone heimsmótið í Akron, Ohio.  Fyrir lokahringinn sem verður spilaður í dag leiðir Jim með 1 höggi sem hann á, á Louis Oosthuizen. Samtals er Furyk búinn að spila á 11 undir pari 199 höggum (63 66 70). Oosthuizen er á samtals 10 undir pari, 200 höggumi (67 65 68).

Þeir tveir, Furyk og Oosthuizen,  hafa nokkuð forskot því sá sem næstur kemur er Bradley Keegan á 7 undir pari og í 4. sæti á 6 undir pari eru Rory McIlroy og Steve Stricker.

Sjötta sætinu deilir Justin Rose ásamt þeim John Senden og Bo Van Pelt á 5 undir pari.

Nr. 1 í heiminum Luke Donald deilir síðan 9. sæti ásamt Jason Dufner á 4 undir pari, samtals 206 höggum hvor.

Tiger deilir 24. sæti ásamt 6 öðrum kylfingum er á samtals 210 höggum eftir 3 daga eða sléttu pari (70 72 68) og átti góðan 3. hring upp á 68 högg. Branden Grace sem spilaði fyrstu 2 dagana með Tiger er farinn fram úr átrúnaðargoði sínu; er T-13.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Bridgestone Invitational, sem Luke Donald á  SMELLIÐ HÉR: