
LET: Catriona Matthew leiðir fyrir lokahring Opna írska
Það er Catriona Matthew frá Skotlandi sem leiðir fyrir lokarhring Opna írska. Samtals er Catriona búin að spila hringina 2 á 6 undir pari, samtals 138 höggum (67 71).
„Ég er svolítið vonsvikin. Ég spilaði vel á fyrri 9 og síðan kostaði slæmt dræv á 17. mig skrambna, en 1 undir pari, er ekki svo slæmt,“ útskýrði hin 42 ára Catriona sem er frá golfhéraðinu mikla í Skotlandi, North Berwick.
Öðru sætinu deila landa Catrionu, Carly Booth og fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State, Pernilla Lindberg, frá Svíþjóð á samtals 4 undir pari, 140 höggum.
Carly Booth sagði m.a. eftir hringinn: „Ég spilaði mjög stöðugt, mjög gott golf í dag; fékk einn skramba á 16. en að öðru leyti fékk ég 5 fugla og er mjög ánægð með leik minn, þó ég hafi misst mikið af tækifærum.“
Pernilla sem enn á eftir að sigra á LET sagði eftir 2. hring: „Í hvert sinn sem ég er í lokahópnum á sunnudegi læri ég meir og meir og er tilbúin (að sigra).“ Lindberg varð m.a. í 3. sæti á World Ladies Championship í Kína í mars s.l.
Nr. 3 á heimslista kvenna Rolex-heimslistanum og nú síðast nektarmódelið, Susann Pettersen er í 4. sæti á samtals 3 undir pari, 141 höggi (72 69) og Elizabeth Bennett frá Englandi er síðan í 5. sæti á samtals 1 undir pari, 143 höggum.
Þessar framangreindu eru þær einu sem samtals hafa spilað undir pari.
Af þeim sem ekki komust í gegnum niðurskurð mætti geta Lee Anne Pace og Sophie Sandolo.
Til þess að sjá stöðuna á Opna írska sem fram fer í Killeen Castle, County Meath SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024