Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 08:45

LET: Catriona Matthew leiðir fyrir lokahring Opna írska

Það er Catriona Matthew frá Skotlandi sem leiðir fyrir lokarhring Opna írska. Samtals er Catriona búin að spila hringina 2 á 6 undir pari, samtals 138 höggum (67 71).

„Ég er svolítið vonsvikin. Ég spilaði vel á fyrri 9 og síðan kostaði slæmt dræv á 17. mig skrambna, en 1 undir pari, er ekki svo slæmt,“ útskýrði hin 42 ára Catriona sem er frá golfhéraðinu mikla í Skotlandi, North Berwick.

Öðru sætinu deila landa Catrionu, Carly Booth og fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State, Pernilla Lindberg, frá Svíþjóð á samtals 4 undir pari, 140 höggum.

Carly Booth sagði m.a. eftir hringinn: „Ég spilaði mjög stöðugt, mjög gott golf í dag; fékk einn skramba á 16. en að öðru leyti fékk ég 5 fugla og er mjög ánægð með leik minn, þó ég hafi misst mikið af tækifærum.“

Pernilla sem enn á eftir að sigra á LET sagði eftir 2. hring: „Í hvert sinn sem ég er í lokahópnum  á sunnudegi læri ég meir og meir og er tilbúin (að sigra).“ Lindberg varð m.a. í 3. sæti á World Ladies Championship í Kína í mars s.l.

Nr. 3 á heimslista kvenna Rolex-heimslistanum og nú síðast nektarmódelið, Susann Pettersen er í 4. sæti á samtals 3 undir pari, 141 höggi (72 69) og Elizabeth Bennett frá Englandi er síðan í 5. sæti á samtals 1 undir pari, 143 höggum.

Þessar framangreindu eru þær einu sem samtals hafa spilað undir pari.

Af þeim sem ekki komust í gegnum niðurskurð mætti geta Lee Anne Pace og Sophie Sandolo.

Til þess að sjá stöðuna á Opna írska sem fram fer í Killeen Castle, County Meath SMELLIÐ HÉR: