Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 12:00

GL: Akurnesingar stoltir af Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð Íslandsmeistari í höggleik nákvæmlega fyrir viku síðan. Hún tryggði sér titilinn með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 undir pari, 293 höggum  (71 75 72 75).

Vel var tekið á móti Valdísi heima á Akranesi, en félagar í golfklúbbnum Leyni héldu henni hóf í golfskálanum á Garðavelli á Akranesi s.l. mánudagskvöld.  Þar voru henni færð blóm og hamingjuóskir frá ýmsum aðilum á Akranesi – enda Akurenesingar ákaflega stoltir af Valdís Þóru!!!

Í viðtali við Skessuhorn (fréttaveitu Vesturlands) sem náði tali af Valdísi „var hún að vonum ánægð með sigurinn.  Kvaðst hafa spilað nokkuð stöðugt golf í keppninni, (eða með orðum Valdísar): „Mér gekk vel að halda boltanum í leik í mótinu og inni á braut. Þá var stutta spilið að ganga ágætlega hjá mér þrátt fyri rað völlinn hafi verið afar þurr. Aðkoma að flötum vallarins var einstaklega erfið af þessum sökum.“

Heimild: Skessuhorn