Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 16:30

Harry Ellis er sá yngsti til að sigra á English Amateur Championship

Harry Ellis er ekki einu sinni orðinn 17 ára. En í gær varð hann enskur meistari áhugamanna yngstur allra eða 16 ára 11 mánaða og 28 daga. Þar með sló Ellis fyrra aldurmet, þeirra yngstu sem orðið hafa enskir meistarar áhugamanna, en yngstur fram að því var Nick Faldo þegar hann sigraði í Royal Lytham 1975.  Ellis sigraði með því að leggja Henry Tomlinson 2&1 í 36 holu maraþoni sem stóð í næstum 11 tíma eftir að hafa verið frestað tvívegis vegna óveðurs.

„Þetta er yfirþyrmandi og ég er þreyttur“ sagði Ellis.

„Mér finnst eins og þetta sé draumur en öll vikan hefir verið frábær. Mér leið eins og ég ætti að draga mig úr mótinu eftir að hafa spilað um Carris Trophy í síðustu viku, vegna þess að ég er búinn að spila svo mikið golf.“

„Þegar maður er 16 býst maður ekki við slíku. Maður sér Rory McIlroy komast í fyrirsagnir fréttablaða en maður býst ekki við að bæta við sögu þessa móts. Ég var með engar væntingar í byrjun vikunnar en ég held að það að þekkja ekki til mótherja minna hafi hjálpað til. Maður fer bara þarna út og spilar golf.“

„Ég tel að andlegur styrkur minn hafi komið mér í gegnum þetta og mikill stuðningur þeirra frá Hampshire, sem ferðuðust langa leið til að hvetja mig.“