Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 18:50

GK: Guðmundur Óli og Sissó sigruðu í Opna Subway mótinu á Hvaleyrinni

Laugardaginn 4. ágúst fór fram Opna Subway mótið á Hvaleyrinni. Skráðir til leiks voru 193 og 190 luku keppni.  Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni með forugjöf og voru verðlaunahafa eftirfarandi: 1. sæti Guðmundur Óli Magnússon, GR, 42 punktar – Hann hlaut í verðlaun kr. 80.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn 2. sæti  Sigurður Sveinn Sigurðsson, GK, 40 punktar – Hann hlaut í verðlaun kr. 50.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn 3. sæti Rúnar Sigurður Guðjónsson, GK, 40 punktar – Hann hlaut í verðlaun kr. 35.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn 4. sæti  Dagbjartur Harðarson, GVG, 40 punktar.  Hann hlaut í verðlaun kr. 30.000  gjafabréf frá Úrval-Útsýn 5. sæti Guðni Siemsen Guðmundsson, GK, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 18:45

NK: Þórður Rafn sigraði í Einvíginu á Nesinu

Einvígið á Nesinu – Shoot out fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag. Þetta var í 16. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt fór það afar vel fram. Venju samkvæmt léku þeir kylfingar sem boðið var í mótið 9 holu höggleik í morgun. þar sigraði Örn Ævar Hjartarson en hann gerði sér lítið fyrir og lék á 31 höggi eða á fimm höggum undir pari vallarins. Þeir Björgvin Sigurbergsson og Þórður Rafn Gissurarson komu svo næstir, jafnir á 33 höggum. Tveir kylfingar, þeir Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Rósant Birgisson, NK léku einnig um eitt laust sæti í Einvíginu og hafði Arnór Ingi betur þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 18:00

GB: Andrea Ásgríms og Örn Ævar voru á besta skorinu í Opna Borgarnes-mótinu

Í gær, sunnudaginn 5. ágúst fór fram Opna Borgarnesmótið. Keppnisform var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar og verðlaun veitt fyrir efstu 8 sæti í punktakeppni og besta skor í karla- og kvennaflokki, auk fjölda nándarverðlauna. Þátttakendur voru 192, (48 konur og 144 karlar) og 183 luku leik.  Heildarverðmæti vinninga var um 700.000,- Það var heimamaðurinn Eiríkur Ólafsson, sem sigraði punktakeppnina á 44 glæsipunktum.  Á besta skori voru klúbbmeistarar GO og GS 2012, Andrea Ásgrímsdóttir, GO (80 högg), sem jafnframt átti lengsta teighögg kvenna og Örn Ævar Hjartarson, GS, 67 högg eða 4 undir pari.  Glæsilegt!!!  Á næstbesta skorinu af körlunum voru klúbbmeistari GB, Bjarki Pétursson og Magnús Lárusson, GKJ, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 17:15

GÖ: Hafdís Helgadóttir og Hafdís Gunnlaugsdóttir sigruðu í Stóra GÖ-mótinu

Laugardaginn 4. ágúst fór fram Stóra GÖ-mótið meðal klúbbfélaga Golfklúbbs Öndverðarness. Spilaður var betri bolti og 100 2 manna lið eða alls 200 manns, sem tóku þátt. Í 1. sæti urðu Hafdísar tvær, Helgadóttir og Gunnlaugsdóttir á 51 punkti. Úrslit í Stóra GÖ-mótinu voru eftirfarandi: Nr Leikmaður Leikmaður        Pkt            S 9            S 6             S 3 1 Hafdís Helgadóttir Hafdís Gunnlaugsdóttir 51 28 19 8 2 Þorsteinn Geirsson Ágúst Þórðarson 47 25 18 9 3 Ólafur Jónsson Guðmundur Sophusson 46 27 18 9 4 Hjördís Ingvadóttir Pamela Ingrid K Thordarson 46 24 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 17:10

Web.com: Ben Kohles vann 2. mót sitt af 2 – myndskeið

Það er aðeins vika síðan hinn 22 ára Ben Kohles gerðist atvinnumaður í golfi og  frá þeim tíma hefir hann leikið í 2 mótum Web.com mótaraðarinnar, sem áður hét Nationwide mótaröðin og er einskonar 2. deild á eftir 1. deildinni PGA mótaröðinni. Og viti menn…. hann hefir sigrað bæði mótin þ.e. Nationwide Children’s Hospital Invitational fyrir viku, sem var hans fyrsta mót sem atvinnumaður og nú um helgina Cox Classic mótið.  Hann er fyrstur til að sigra á mótaröðinni í 1. tilraun og þ.a.l. líka sá fyrsti til að vinna fyrstu 2 mótin, sem hann tekur þátt í, á mótaröðinni. „Ég hugsa að ég hafi spilað besta hring ævinnar í dag. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 15:30

GKS: Kristín Inga Þrastardóttir og Þröstur Ingólfsson sigruðu í Opna bakarís-Vífilfells- mótinu á Siglufirði – myndasería

Glæsilegasta mót sumarsins hjá GKS var haldið laugardaginn 4. ágúst. Það voru 59 skráðir í mótið og 53 luku leik. Spilaðar voru 18 holur. Ræst var út af öllum teigum kl 09:00. Keppnisform var punktakeppni og keppt bæði í kvenna- og karlaflokki. Hámarksforgjöf karla var 24 og kvenna 28. Mótið var styrkt af Aðalbakaríinu á Siglufirði og Vífilfelli.   Siglufjörður og Hólsvöllur skörtuðu sínu fegursta í rjómablíðu. Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: OPNA BAKARÍS-OG VÍFILFELLSMÓTIÐ Á SIGLÓ 4. ÁGÚST 2012 Auk glæsilegra peningaverðlauna í karla- og kvennaflokki frá Aðalbakaríinu Siglufirði voru veitt verðlaun fyrir að vera næst/ur holu og lengsta dræv í boði Vífilfells.  Að móti loknu voru glæsilegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 15:15

Opna bakarís-og Vífilfellsmótið hjá GKS – 4. ágúst 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 14:30

GA-ingurinn Kristján Benedikt Sveinsson lék best allra á Landsmóti UMFÍ

Landsmót Ungmennafélags Íslands  (UMFÍ) fór fram föstudag og laugardaginn 3. og 4. ágúst s.l. 96 ungmenni voru skráð til leiks og 81 lauk keppni. Fínasta veður var á Selfossi báða mótsdaga og litu dagsins ljós góð skor. Það besta átti GA-ingurinn Kristján Benedikt Sveinsson, en hann spilaði á 1 undir pari, 69 höggum og spilaði í yngsta flokknum, flokki 11-13 ára stráka. Alls var spilað í 3 aldursflokkum  og var aðeins spilaður 1 hringur í yngstu flokkunum og 36 holur í eldri 2 aldursflokkunum. Úrslitin voru eftirfarandi: 11-13 ára stelpur: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Ólöf María Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 13:20

PGA: JJ Henry sigraði á Reno-Tahoe – hápunktar og högg 4. dags

Það var JJ Henry sem sigraði á Reno-Tahoe mótinu, sem fór fram í Montreux Golf & Country Club, í Reno Nevada. Spilað var eftir afbrigði af Stabbleford punktakerfinu (ens. Modified Stabbleford) þar sem gefnir eru 8 punktar fyrir albatross, 5 punktar fyrir örn, 2 punktar fyrir fugl, 0 punktar fyrir par.  Síðan eru gefnir mínus punktar fyrir verra en par eða -1 punktur fyrir skolla og -3 fyrir skramba. Reno-Taho mótið er eina mótið á PGA mótaröðinni þar sem spilað er skv. punktakerfi. JJ Henry fékk samtals 43 punkta á 4 hringjum og sigraði s.s. áður segir. Í 2. sæti varð Brasilíumaðurinn  Alexandre Rocha á 42 punktum og í 3. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2012 | 12:30

Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford og Pétur Steinar Jóhannesson – 6. ágúst 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Pétur Steinar Jóhannesson og Doug Ford. Pétur Steinar fæddist 6. ágúst 1942 og á því 70 ára stórafmæli!!! Doug Ford er fæddur 6. ágúst 1922 og á því 90 ára merkisafmæli í dag!!! Ford er atvinnumaður, sem spilaði á PGA og á í beltinu 29 sigra, þ.á.m. 19 á PGA mótaröðinni og þar af tvo sigra á risamótum; Masters 1957 og PGA Championship 1955. Doug Ford spilaði í 4 Ryder Cup liðum f.h. Bandaríkjanna: 1955, 1957, 1959, og 1961.  Hann er einn af stórkylfingum síns tíma. Komast má á facebook síðu Pétur Steinars hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið. Pétur Lesa meira