GKG og GR Íslandsmeistarar í Sveitakeppni GSÍ
Sveitakeppni GSÍ fór fram um helgina víða um land. Golfklúbbur Kópavogs bar sigur úr býtum í 1. deild karla sem fram fór á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja. GKG lagði Golfklúbbinn Setberg í úrslitaleik með fjórum vinningum gegn einum. Golfklúbbur Reykjavíkur varð í þriðja sæti eftir sigur á Golfklúbbnum Keili í leik um bronsið. Golfklúbburinn Leynir og Golfklúbbur Vestmannaeyja fengu það hlutskipti að falla niður um deild og leika í 2. deild karla á næstu leiktíð. Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Nesklúbburinn leika í 1. deild að ári eftir að hafa orðið í tveimur efstu sætunum í 2. deild karla.
Í 1. deild kvenna varði Golfklúbbur Reykjavíkur titil sinn eftir sigur á Golfklúbbnum Keili í úrslitaleik. GR fékk þrjá vinninga gegn tveimur vinningum Keilis. Konurnar léku á Garðavelli á Akranesi. GKG varð í þriðja sæti hjá konum eftir sigur gegn Nesklúbbnum í leik um bronsið. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbburinn Vestarr féllu niður í aðra deild en þeirra í stað koma Golfklúbbur Sauðárkróks og Golfklúbburinn Oddur upp í fyrstu deild.
Hér að neðan má sjá úrslit úr öllum deildum:
1. deild karla
1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2. Golfklúbburinn Setberg
3. Golfklúbbur Reykjavíkur
4. Golfklúbburinn Keilir
5. Golfklúbburinn Kjölur
6. Golfklúbbur Suðurnesja
7. Golfklúbburinn Leynir
8. Golfklúbbur Vestmannaeyja
1. deild kvenna:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbburinn Keilir
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
4. Nesklúbburinn
5. Golfklúbbur Suðurnesja
6. Golfklúbburinn Kjölur
7. Golfklúbbur Akureyrar
8. Golfklúbburinn Vestarr
2. deild karla:
1. Golfklúbbur Ólafsfjarðar
2. Nesklúbburinn
3. Golfklúbburinn Jökull
4. Golfklúbbur Húsavíkur
5. Golfklúbbur Borgarnes
6. Golfklúbbur Kiðjabergs
7. Golfklúbburinn Oddur
8. Golfklúbbur Akureyrar
2. deild kvenna:
1. Golfklúbbur Sauðárkróks
2. Golfklúbburinn Oddur
3. Golfklúbburinn Leynir
4. Golfklúbburinn Mostri
5. Golfklúbbur Ólafsfjarðar
6. Golfklúbbur Patreksfjarðar
7. Golfklúbbur Selfoss
8. Golfklúbbur Hveragerðis
3. deild karla:
1. Golfklúbbur Hellu
2. Golfklúbbur Öndverðarness
3. Golfklúbbur Grindavíkur
4. Golfklúbbur Norðfjarðar
5. Golfklúbbur Ísafjarðar
6. Golfklúbburinn Mostri
7. Golfklúbbur Sandgerðis
8. Golfklúbbur Bakkakots
4. deild karla:
1. Golfklúbbur Hveragerðis
2. Golfklúbburinn Vestarr
3. Golfklúbburinn Geysir
4. Golfklúbbur Selfoss
5. Golfklúbburinn Hamar
6. Golfklúbbur Sauðárkróks
7. Golfklúbbur Bolungarvíkur
8. Golfklúbburinn Tuddi
5. deild karla:
1. Golfklúbbur Þorlákshafnar
2. Golfklúbburinn Þverá
3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
4. Golfklúbbur Vík
5. Golfklúbbur Siglufjarðar
6. Golfklúbbur Hornafjarðar
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024