Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2012 | 14:45

Úrslit eftir 2. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild kvenna: Sveit GK vann alla leiki sína!

Í 1. deild kvenna er spilað er á Garðavelli á Akranesi (hjá GL)

Fyrsta deildin skiptist í A- og B-riðil og fóru  3. umferð fram í gær, en 4. umferð féll niður vegna slæms veðurs, þ.e. hvassviðris og rigningar.

Úrslitin í 3. umferð voru eftirfarandi:

A-Riðill (Í þeim riðli keppa GKG, GR, GS og GVG )

Sveit GS vann sveit GVG 4-1.  Eini sigur GVG var 2&1 sigur Dóru Henriksdóttur, GVG á Rakel Guðnadóttur, GS.

GR vann sveit GKG 3,5-1.5  Það var allt jafnt í leik Sunnu Víðisdóttur, GR og Særósar Evu Óskarsdóttur, GKG. Auk þess vann sveit GKG fjórmenninginn en þar sigruðu María Málfríður Guðnadóttir og Ingunn Einarsdóttir þær Höllu Björk Ragnarsdóttur og Guðrúnu Pétursdóttur, GR 3&1. Í öðrum leikjum sigraði sveit GR.

Staðan í A-riðli 1. deildar kvenna eftir 3. umferð á 2. degi er því eftirfarandi:

1. sæti GR  (vann 3 sveitir og  13,5  leiki af 15)

2. sæti GKG ( vann 2 sveitir og tapaði fyrir 1 og vann 10,5 leiki af 15)

3. sæti GS (vann 1 sveit og tapaði fyrir 2 sveitum og vann 5 leiki af 15)

4. sæti GVG (tapaði fyrir 3 sveitum og vann 1 leik af 15)

—————————————————————–

B-Riðill (Í þeim riðli keppa GA, GK, GKJ og NK)

Sveit GK vann sveit GKJ 5-0. Sveit NK vann sveit GA 4-1.  Eini sigur GA-inga var þegar Stefanía Elsa Jónsdóttir vann Ágústu Dúu Jónsdóttur, 3&2. Stefanía Elsa er gríðarsterk en hún vann einnig leik sinn í tvímenningi í gær GKJ.

Staðan í B-riðli 1. deildar kvenna eftir 3. umferð á 2. degi er því eftirfarandi:

1. sæti GK (vann 3 sveitir og  15 leiki af 15)

2. sæti NK ( vann 2 sveitir og 7 leiki af 15)

3. sæti GKJ  (vann 1 sveit og 5 leiki af 15)

4. sæti GA (tapaði fyrir 3 sveitum og vann 3 leiki af 15)