Steve Stricker.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2012 | 16:15

Steve Stricker færist nær takmarki sínu

Steve Stricker var næstum of upptekinn af því að hugsa um Ryder Cup í gær til þess að taka eftir því hversu mjög hann jók líkur sínar á því að sigra á 94. PGA Championship. Næstum of.

120811_stricker_460.jpg

„Já, það er í huga mér,“ sagði Stricker, sem geystist upp skortöfluna til þess að nálgast markmið sitt um að hljóta eitt af 8 sjálfkrafa sætum sem í boði eru í bandaríska Ryder Cup liðinu, en val í liðið er 2 ára ferli, sem lýkur á Ocean golfvellinum á PGA Championship mótinu. Ef honum tekst ekki að ná markmiði sínu verður hann að treysta á að Davis LoveIII velji hann í liðið.

Stricker sem er 45 ára og frá Madison, Wisconsin jók líkurnar á að hann nái markmiði sínu þegar hann kom inn á 5 undir pari, 67 höggum í gær, sem lyfti honum um 30 sæti í T-7 rétt áður en slæmt veður vað þess valdandi að mótinu var frestað.

Ráð Steve Stricker til þess að vera á braut 

Stricker átti einn lægsta skorið þar til landi hans Bo Van Pelt jafnaði það 90 mínútum síðar. Van Pelt kom í hús á T-5  árangri á 3-undir pari og samtals 213 högg.

„Markmið mitt var að koma aftur og jafna og ég gerði jafnvel enn betur en það,“ sagði Stricker sem varð T-2 á  WGC-Bridgestone Invitational. „Með þessu er er nokkuð öruggur inn aftur (í Ryder liðið). En það byggist allt á því hvað gerist eftir hádegi í dag (þ.e. í gær).“

Nú það gerðist ekkert eftir hádegi í gær annað en að veðrið versnaði og mótinu var frestað. Stricker fór af mótsstað og lét aðeins uppi að hann væri á veiðum eftir 1. risamótstitli sínum og sæti í Ryder Cup liði, en takist honum að ná takmarki sínu verður það í 4. sinn sem hann spilar í Ryder Cup. Hvort skyldi nú vega þyngraí huga hans.

„Ef ég kemst ekki á stigum þá er enn nægur tími fyrir aðra af strákunum að spila vel. Ég vil ekki láta neitt vera komið undir tilviljun,“ sagði Stricker sem er sem stendur í 10. sæti á bandaríska Ryder Cup stigalistanum.  „Ég vil halda áfram að spila vel þannig að Davis hafi lögmæta ástæðu til þess að velja mig en ekki vegna þess sem ég hef afrekað áður.“

Hann var 3 höggum frá forystunni (þegar leik var frestað í gær).

„Nú þá er það þetta (sigurinn) líka,“ sagði Stricker, brosandi. „Þetta er einn stór dagur þar sem spilað er um tvennt. En ég get virkilega ekki verið að hugsa um það á morgum. Ég verð bara að hugsa um að spila eins vel og ég get og allt annað verður að sjá um sig sjálft.“

„Mér hefir gengið vel í (Ryder Cup) liðunum. Þetta hefir verið frábær skemmtun.“

Það er sjaldan sem Stricker, sem er einn af bestu pútterum í golfi, missir af púttum þannig að hann harmi þau og púttin 26, sem hann var með í gær virtust eins og ágætis árangur ásamt því að hann hitti 12 brautir af 13. En hinn 12-faldi sigurvegari á PGA Tour vissi að hann hefði látið enn betri árangur ganga sér úr greipum.“

Hér má sjá góð púttráð Steve Stricker 

„Ég er að slá eins vel og ég ef gert en nú varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum með púttin,“ sagði hann. „Ef ég get lagfært það ….í dag (í gær) var ég með næg tækifæri til þess að hafa auðveldlega getað verið 6-7-8 undir, það er svona vel sem ég er að slá!

Á PGA Championship á síðasta ári í Atlanta Athletic Club, byrjaði hann með skor upp á 63 áður en hann lauk leik T-12.  Allt frá því hann varð 40 ára hefir hann verið einn af bestu kylfingum Bandaríkjanna og hefir best náð að vera í sæti nr. 2 á heimslistanum.   Hann ásamt Bo Van Pelt var sá Bandaríkjamaður með lægsta skorið þegar PGA Championship var frestað vegna veðurs.

„Já þetta hafa verið góð 6 – 7 ár af góðum, stöðugum leik. Það hefir verið gaman og ég tel að ég geti haldið þessu áfram,“ sagði Stricker loks.

Heimild: Golf Digest