Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2012 | 18:00

PGA: Tiger á enn möguleika… á 15. risamótstitli sínum!

Tiger á enn möguleika á 15. risamótstitli sínum.  Í morgun kláruðust leikir 3. umferðar á PGA Championship risamótinu og sá sem er með afgerandi forystu er Rory McIlroy á samtals 7 undir pari.  Tiger sem átti afleita byrjun í gær fékk 3 skolla á fyrstu 7 holunum lauk leik á 74 höggum, 2 yfir pari og er nú á samtals 2 undir pari (69 71 74). Leikur hans hefir farið síversnandi en hann á enn möguleika.  Á seinni 9 á 3. hring í morgun varð hann að vinna upp afglöp gærdagsins og náði skori upp á 2 undir pari, 34 högg „Ég barðist fyrir að koma tilbaka,“ sagði hann.

120812_woods_driver_460.jpg

Tiger hefir samt aldrei tekist að sigra risamót þannig að hann sé svona mikið undir og vinna fyrir því aftur allt að sigri. En ef hann ætlar að tolla í tísku ársins, sem er að „stela sigrinum á síðustu metrunum“ þá er það einmitt það sem hann ætti að gera.

„Á einum punkti var ég 6 höggum á eftir. Þannig að það var hvetjandi að geta grafið djúpt í sjálfan sig og snúið hlutunum aðeins við til þess að gefa mér tækifæri núna eftir hádegið.#

Hvatning hans hlýtur að hafa komið vegna sterks járnaspils hans og eins náði hann að setja niður 3 fugla á seinni 9 og horfði á 3 aðra fugla þegar hann varð að pútta af 25, 20 og 18 feta færi.

Hann missti 8 feta pútt (u.þ.b. 2,5 metra pútt) á 8. holu. Fyrri 9 á 3. hring var hann á 4 yfir pari, 40 höggum. Á seinni komst hann á „fugla-lestina“ þegar hann setti niður fuglapútt á par-5, 11. holu af 8 feta færi.  Hann setti líka niður fugla á 13. holu af 12 feta færi og fékk fugl á 16. holu þegar hann var aðeins of stuttur í 20 feta pútti fyrir erni.

Planið hans í dag, með hans eiginn orðum:„Bara að gefa sjálfum mér tækifæri. […] Á þessum golfvelli er svo auðvelt að fá tvöfaldan eða þrefaldan skolla á einu andartaki án þess að vera að slá illa. Bara að halda mér þarna í fremstu línu þegar örfáar holur reu eftir, því eins og við sáum á síðasta risamóti, sem vip spiluðum á, þá getur allt gerst.“

 Heimild: Byggt að hluta á grein í Golf Digest