
PGA: Tiger á enn möguleika… á 15. risamótstitli sínum!
Tiger á enn möguleika á 15. risamótstitli sínum. Í morgun kláruðust leikir 3. umferðar á PGA Championship risamótinu og sá sem er með afgerandi forystu er Rory McIlroy á samtals 7 undir pari. Tiger sem átti afleita byrjun í gær fékk 3 skolla á fyrstu 7 holunum lauk leik á 74 höggum, 2 yfir pari og er nú á samtals 2 undir pari (69 71 74). Leikur hans hefir farið síversnandi en hann á enn möguleika. Á seinni 9 á 3. hring í morgun varð hann að vinna upp afglöp gærdagsins og náði skori upp á 2 undir pari, 34 högg „Ég barðist fyrir að koma tilbaka,“ sagði hann.
Tiger hefir samt aldrei tekist að sigra risamót þannig að hann sé svona mikið undir og vinna fyrir því aftur allt að sigri. En ef hann ætlar að tolla í tísku ársins, sem er að „stela sigrinum á síðustu metrunum“ þá er það einmitt það sem hann ætti að gera.
„Á einum punkti var ég 6 höggum á eftir. Þannig að það var hvetjandi að geta grafið djúpt í sjálfan sig og snúið hlutunum aðeins við til þess að gefa mér tækifæri núna eftir hádegið.#
Hvatning hans hlýtur að hafa komið vegna sterks járnaspils hans og eins náði hann að setja niður 3 fugla á seinni 9 og horfði á 3 aðra fugla þegar hann varð að pútta af 25, 20 og 18 feta færi.
Hann missti 8 feta pútt (u.þ.b. 2,5 metra pútt) á 8. holu. Fyrri 9 á 3. hring var hann á 4 yfir pari, 40 höggum. Á seinni komst hann á „fugla-lestina“ þegar hann setti niður fuglapútt á par-5, 11. holu af 8 feta færi. Hann setti líka niður fugla á 13. holu af 12 feta færi og fékk fugl á 16. holu þegar hann var aðeins of stuttur í 20 feta pútti fyrir erni.
Planið hans í dag, með hans eiginn orðum:„Bara að gefa sjálfum mér tækifæri. […] Á þessum golfvelli er svo auðvelt að fá tvöfaldan eða þrefaldan skolla á einu andartaki án þess að vera að slá illa. Bara að halda mér þarna í fremstu línu þegar örfáar holur reu eftir, því eins og við sáum á síðasta risamóti, sem vip spiluðum á, þá getur allt gerst.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024