Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 06:00

PGA: Sergio Garcia leiðir á Wyndham Championship – hápunktar og högg 3. dags

Það er Sergio Garcia, sem er í forystu fyrir lokahring Wyndham Championship, sem spilaður verður í dag. Garcia er á samtals 14 undir pari, 196 höggum (67 63 66).

Í 2. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Bud Cauley og Tim Clark frá Suður-Afríku 1 höggi á eftir.

Jason Dufner, Harris English og Carl Pettersson eru síðan í 4.-6. sæti á samtals 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship að öðru leyti eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: