Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 14:15

LET Access: Tinna komst í gegnum niðurskurð á Samsø Ladies Open – lauk keppni í 23. sæti

Tinna Jóhannsdóttir, GK, komst í gær í gegnum niðurskurð á Samsø Ladies Open, sem fór fram í Samsø, í Danmörku en það er í fyrsta sinn í ár sem hún kemst í gegnum niðurskurð á LET Access. Frábært hjá Tinnu!!!

Það gekk hins vegar ekki vel í dag, á 3. degi þ.e. lokadegi mótsins. Tinna kom í hús á 80 höggum, fékk 1 fugl, 12 pör, 3 skolla og 2 skramba. Hún lauk keppni í 23.-24. sætinu af 28, ásamt Anastasiu Kostinu frá Rússlandi.

Þær voru á samtals 13 yfir pari hver, 229 höggum; Tinna (72 77 80) og Anastasia (76 74 79).

Til þess að sjá úrslitin á Samsø Ladies Open SMELLIÐ HÉR: