Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 06:30

LPGA: Mika Miyazato í forystu fyrir lokahring Safeway Classic

Það er japanska stúlkan Mika Miyazato sem er í forystu fyrir lokahring Safeway Classic. Mika er samtals búin að spila á 11 undir pari, 133 höggum (65 68). Hún hefir 2 högga forskot á So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem er í 2. sæti á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 66).

Aðspurð hvort hún væri tilbúin að næla sér í fyrsta sigur sinn á árinu svaraði Miyazato því svo til hlægjandi að hún væri alltaf tilbúin.

Þriðja sætinu deila síðan Cristie Kerr frá Bandaríkjunum og Inbee Park frá Suður-Kóreu samtals 8 undir pari, hvor.

Í 5.-7. sætinu eru síðan nr. 1 í kvennagolfinu Yani Tseng, sem loks komst aftur í gegnum niðurskurð, eftir svolitla lægð í golfinu undanfarið; Paula Creamer og forystukona gærdagsins í mótinu, nýliðinn Syndnee Michaels, allar á 7 undir pari, hver.

Keppnin er jöfn en einhver af þessum 7 framantöldu er líklegust til að sigra í kvöld!

Til þess að sjá stöðuna á Safeway Classic eftir 3. hring SMELLIÐ HÉR: