Liselotte Neumann velur Anniku og Carin Koch sem varafyrirliða sína í Solheim Cup 2013
Fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup, Liselotte Neumann hefir valið Anniku Sörenstam og Carin Koch, sem varafyrirliða sína fyrir kepnnina gegn liði Banaríkjanna sem fram fer 13.-18. ágúst 2013 í Colorado Golf Club, í Parker, Colorado, í Bandaríkjunum.
Sörenstam og Koch eru báðar frá Svíþjóð, þannig að Neumann valdi löndur sínar, en báðar eru varafyrirliðarnir jafnframt reynslumiklir og allar eru þær þrjár heimsklassa kylfingar og góðar vinkonur, með gífurlega leikreynslu úr fyrri Solheim Cup keppnum sem þær hafa samtals spilað 18 sinnum í.
Annika og Carin Koch unnu t.a.m. í fjórbolta og fjórleik 2002 og síðan aftur í fjórleik 2003 í Solheim Cup.
Liselotte Neumann, sem var í Solheim Cup liði Evrópu 6 ár í röð frá 1990-2000, sagði: „Ég er virkilega ánægð að tilkynna að Annika og Carin verða varafyrirliðar mínir. Ástríða þeirra fyrir golfleiknum og reynsla þeirra sem fyrrum Solheim Cup leikmenn mun reynast ómetanleg þegar við vinnum saman að titilvörninni og því að sigra í fyrsta skipti í Bandaríkjunum.“
Annika er ánægð að styðja Neumann, en hún leit mjög upp til hennar þegar hún var yngri og vann síðar heimsmeistaratitilinn í golfi með henni f.h. Svíþjóð, á Women’s World Cup of Golf, árið 2006.
Annika sagði m.a. þegar ljóst var að hún yrði í 2. skipti varafyrirliði: „Þetta er mér mikill heiður og ég er spennt að taka höndum saman með Lottu og Solheim Cup liðinu eitt skipti enn sem varafyrirliði. Lotta hefir verið vinkona mín í næstum 20 ár og var mér mikil hvatning að fylgja draumum mínum þegar hún vann US Women´s Open 1988. Ég hef alltaf virt klassa hennar og hvernig hún ber sig og ég veit að hún er frábær forystukona fyrir lið Evrópu. Næsta Solheim Cup keppni er mjög mikilvæg þar sem við verðum að halda hlutunum gangandi eftir að hafa sigrað bikarinn í Írlandi á síðasta ári. Ég hlakka til að aðstoða Lottu á hvern þann hátt sem ég get.“
Carin Koch varð fræg þegar hún setti niður sigurpúttið fyrir lið Evrópu árið 2000 í Loch Lommond og hún var einnig í sigurliði Evrópu í Solheim Cup 2003. Hún hefir spilað í 4 Solheim Cup liðum samfellt á árunum 2000-2005 og halaði inn 11 1/2 stig í 16 leikjum og var ósigrandi 8 leiki í röð á Solheim Cup á árunum 2000 og 2002.
Hún hefir sigrað í 4 mótum á heimsvísu þ.á.m. the 2000 Chrysler Open, the 2000 TSN Ladies World Cup og á tvo titla á LPGA. Koch var einnig fyrirliði liðs Evrópu í PING Junior Solheim Cup árið 2009 í Aurora Country Club í Illinois og spilar enn reglulega á Ladies European Tour (skammst.: LET).
Koch sagði: „Ég er mjög spennt og mér þykir mikill heiður af því að hafa verið valin af Lottu sem varafyrirliði. Ég hlakka til að vinna með frábæru liði hennar og Anniku. Lotta var fyrsta fyrirmynd mín í golfinu og hún mun verða yndisleg í forystu fyrir liðið. Annika og ég spiluðum saman í sænska landsliðinu þegar við vorum að vaxa úr grasi bæði á LET og LPGA. Við spiluðum vel saman í Solheim Cup og ég er viss um að við verðum frábærar saman í því að aðstoða Lottu.
Solheim Cup er mér sérstök (keppni) og svo er um alla leikmenn sem þar hafa spilað. Þetta er mest spennandi og stressandi kepnnin í golfi og líka sú sem verðlaunar liðið mest sem stendur uppi með bikarinn í lokin.“
Heimild: LET
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024