Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 20:00

Ian Poulter ánægður með að hafa verið valinn í Ryder Cup liðið

Ian Poulter létti mikið að José María Olazábal skyldi velja sig í Ryder Cup lið Evrópu, sem keppir í Medinah Country Club, í Illinois, í Bandaríkjunum 28.-30. september n.k..  Þetta verður í fjórða sinn sem Poulter tekur þátt.

Hinn 36 ára Poulter spilaði í fyrsta sinn í Ryder Cup mótinu, sem fram fer annað hvert ár, árið 2004. Hann sagði eftir að ljóst var að hann og Belginn Nicolas Colsaerts hefðu verið valdir í liðið af fyrirliðanum, José María Olazábal: „Ég var ánægður að fá símhringinguna frá José og þetta var gríðarstórt augnalik; ég mun leika af ástríðu í Medinah og reyna að gera mitt besta eins og alltaf.“

„Ég er mjög stoltur af Ryder Cup ferli mínum. Mér finnst ég hafi gefið The Ryder Cup mikið og þið hafið séð hvaða þýðingu mótið hefir fyrir mig. Ég fór á mörg Ryder Cup mót sem krakki og sá ástríðuna í hverju móti; mér er heiður af því að fá að sýna sömu ástríðuna og ég varð vitni að sem krakki í mótinu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Nicolas Colsaerts spilar í Ryder Cup en hann var líka valinn af Olazábal.  Aðspurður hvernig Poulter teldi að Colsaerts myndi líða á 1. teig sagði Poulter: „Ég er ekki viss hvort hægt sé að koma orðum að því. Ég hugsa að Nicolas muni finna fyrir spennunni sem allir sem spilað hafa í Ryder Cup hafa fundið fyrir á undan honum. Það er gríðarleg pressa og mikil spenna og ég tel að Nicolas muni rísa undir henni og skila góðum leikjum eins og afgangurinn af strákunum í liðinu gerir.“

„Það þarf ekki að segja það, en José hefir verið í fjölda Ryder Cup keppna og allt sem hann hefir um mótið að segja er fullkomið,“ sagði Poulter. „Allir virða José og allir lifa og anda að sér The Ryder Cup í gegnum José og það hvaða þýðingu hann hefir fyrir mótið.“

„Þannig að á vissan hátt er hann fullkominn fyrirliði, maður sem mun leiða okkur áfram á réttri braut. Það er mér heiður að vera hluti af liðinu ásamt hinum strákunum.

Fyrirliðinn (José Maria Olazábal) var fljótur að hrósa „afstöðu og anda“ Poulter til Ryder Cup eftir að hafa valið hann og Colsaerts í lið sitt.

Poulter hefir sigrað í 7 af síðustu 8 leikjum sínum á Ryder Cup og Olazábal telur að hann muni verða lykill að árangri evrópska liðsins.

„Allir höfðu getið sér þess til að Ian myndi verða þarna af augljósum ástæðum, sagði Olazábal.

„Hann á að baka frábæran Ryder Cup feril, hann var að spila vel – hann átti í vandræðum framan af keppnistímabilinu, varð veikur og gat ekki spilað mikið – en hann er heill og afstaða hans og andi í Ryder Cup liðinu hefir alltaf verið frábær.“

„Honum líkar að vera í þessari aðstöðu, það fæst það besta úr honum þegar hann spilar í The Ryder Cup.“

„He likes to be in that situation, it gets the best out of him playing The Ryder Cup.“ […]

Heimild: europeantour.com