Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 21:30

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (7. grein af 34): Esther Choe

Í kvöld verður fram haldið greinaflokki á kylfingum, sem fóru í gegnum Q-school 2012 í janúar s.l. á La Manga golfvellinum og hlutu kortin sín á Evrópumótaröð kvenna.

Í kvöld verður stutt kynning á bandarísku stúlkunni Esther Choe, sem ásamt löndu sinni Dawn M. Shockley og Valentine S. Derry varð í 26. sæti í mótinu. Shockley og Derry verða kynntar hér á næstu dögum.

Aðeins 30 efstu kylfingar komust áfram og spila á LET þetta árið. Sex kylfingar urðu jafnar í 29. sæti og urðu þær að keppa um síðustu tvö sætin þ.e. það 29. og 30. í bráðabana. Þessar 6 hafa þegar verið kynntar hér á Golf 1, en af þeim hlutu spænska stúlkan Laura Cabanillas og indverska sjarmadísin Sharmila Nicholette kortin sín. Ein af þessum 6 sem urðu í 29. sæti og komst ekki í gegnum bráðabanann er sú sem aldeilis er búin að slá í gegn á LET í ár, skoska sleggjan, Carly Booth.

Esther Choe

Esther Choe fæddist 7. ágúst 1989 í La Quinta, Kaliforníu og er því nýorðin 23 ára.

Hún var listdansskautahlaupari þegar hún var yngri, en þegar hún fór með pabba sínum og eldri bróður á golfvöllinn í nokkur skipti sem lítil stelpa ákvað hún að skipta yfir í golf. Þegar hún var 10 ára var hún búin að komast niður fyrir 80 í skori og ekki löngu eftir það varð hún ein af bestu kylfingum í landinu (Bandaríkjunum).

Meðal stærstu sigra hennar voru Junior Orange Bowl, þar sem hún sigraði þær Morgan Pressel og Paulu Creamer, og the British Junior Open í Skotlandi. Hún var á táningsaldri þegar fjölskylda hennar fluttist til Scottsdale til þess að hún gæti búið nálægt Jim Flick sveifluþjálfara sínum.

Árið 2006 var hún á toppi á unglingamótaröðinni. Hún var tilnefnd AJGA (stutt fyrir American Junior Golf Association) Girl’s Player of the Year þ.e. kylfingur ársins meðal stúlkna AJGA. Hún vann í 3 mótum það ár, þ.á.m. the Rolex Junior Girls Championship og the Ping Invitational,þar sem hún setti vallarmet á 1. hring. Allt í allt vann Esther 6 mót á  AJGA og er fjórfaldur Canon All American.

Seint á árinu 2006, ákvað hún að spila í háskólaliði University of Arizona á keppnistímabilinu 2007-2008. En hún kom öllum á óvart með að verða atvinnumaður eftir Nabisco risamótið í apríl 2007. Hún spilaði á nokkrum mótum Futures Tour  (nú Symetra Tour)  og gekk vel og varð nokkrum sinnum meðal efstu 10 og T-2. En um haustið komst hún ekki í gegnum Q-school LPGA og spilaði því á Futures Tour 2008.  Hún missti trú á golfleik sinn 2008 og gekk illa. Hún spilaði þó á Futures aftur 2009, en varð aðeins í 120. sætinu á peningalistanum, vann sér inn minna en 4000 d0llara. Henni gekk betur á minni mótaröðum eins og Kaktus-túrnum bandaríska.

Árið 2010 átti Esther loks gott tímabil á Futures túrnum. Þó hún spilaði ekki nógu vel til þess að vinna sér inn kortið sitt á LPGA þá komst hún þó nærri því. Hún spilaði í 16 mótum og var besti árangur hennar T-2 og 5 topp 10 árangrar. Hún varð 12. á peningalistanum og aðeins tveimur sætum frá því að vinna sér inn kortið sitt.

Árið 2011 spilaði hún aðeins á 6 mótum og varð aðeins 1 sinni meðal topp-10, þ.e. T-5. Hún vann sér inn minna en $10,000. Hún reyndi enn einu sinni að komast á LPGA, en mistókst. En það er ljós við enda ganganna: hún tók þátt í Q-school LET og varð ein af 3 í 26. sæti og hlaut keppnisrétt á LET, keppnistímabilið 2012.

Heimild: Seoulsisters.com