Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 16:45

Hver er kylfingurinn: Suzann Pettersen? (2. grein af 4)

Hér verður í næstu 3 greinum um kylfingum Suzann Pettersen gerð grein fyrir helstu afrekum hennar ár hvert frá því hún gerðist atvinnumaður. Suzann gerðist atvinnumaður 2000 og hefir verið gerð grein fyrir ferli hennar fram til loka árs 2001, í 1. grein hér á Golf 1. Nú verður tekinn upp þráðurinn 2002:

2002

Suzann Pettersen hóf árið 2002 með því að tapa í bráðabana fyrir Karrie Webb í AAMI Australian Women´s Open og tveir topp 10 árangrar urðu til þess að hún ávann sér sæti í liði Evrópu í Solheim Cup 2002. Í tvímenningnum var Pettersen 5 undir og átti eftir 5 holur en hún jafnaði við Michele Redman. Hún varð T-10 á lokaúrtökumóti Q-school og ávann sér spilarétt á LPGA 2003 tímabilið.

2003

Árið 2003 lék Pettersen í 5 mótum á LET, komst alltaf í gegnum niðurskurð og varð í 2. sæti á eftir Sophie Gustafson á HP Open. Hún spilaði nýliðaár sitt á LPGA og var besti árangur hennar 3. sætið á Chick-fil-A Charity Championship.  Hún var val fyrirliða í 2003 Solheim Cup og var árangur hennar þar 4-1-0 (þ.e. vann 4 sinnum og skildi einu sinni jöfn) í sigurliði Evrópu.

2004

Árið 2004 lék Suzann Pettersen aðeins í 4 mótum á LET, þar sem besti árangur hennar var T-9 á Evian Masters. Á  LPGA byjaði hún að spila þegar langt var liðið á keppnistímabilið vegna þess að hún var að jafna sig eftir uppskurð á olnboga. Hún varð 4 sinnum meðal 10 efstu, en besti árangur hennar það ár var T-5 árangur á State Farm Classic.

2005

Árið 2005 spilaði Suzann aðeins á 3 mótum á LET og í 9 mótum á LPGA vegna bakmeiðsla, sem hömluðu það að hún spilaði. Þegar hún sneri aftur til keppni var besti árangur hennar á LPGA 6. sætið á John Q Hammons Hotel Classic og hún varð T-2 á Ladies Finnish Masters á LET. Hún var með 2-0-2 árangur eftir að hafa í 2. sinn verið val fyrirliða á Solheim Cup og spilaði fyrir alþjóðaliðið á fyrsta móti Lexus Cup.

Heimild: Golf 1