Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 17:57

Ramón Sota – frændi Seve Ballesteros látinn

Ramón Sota, frændi golfgoðsagnarinnar Seve Ballesteros og frábær kylfingur á árunum 1960- 1980, er látinn 74 ára að aldrei skv. heimild frá spænska golfsambandinu.

Sota var lykilmaður í vexti íþróttarinnar á Spáni og aðal hvatamaður Seve, sem dó í maí 2011 eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Eftir að Sota gerðist atvinnumaður 1956 varð hann spænskur meistari 4 sinnum auk þess sem hann sigraði í fjölda móta um allan heim.

Hann varð í 7. sæti á Opna breska árið 1963 og 8. áirð 1971 og var 6. í Masters-mótinu 1965, sem var besti árangur Evrópubúa á þeim tíma.

„Félagar í konunglega spænska golfsambandinu votta fjölskyldu og vinum dýpstu samúð“ segir m.a á vefsíðu sambandsins sem lesa má í heild með því að SMELLA HÉR: