Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2012 | 20:00

GKS: Ragnar Ágúst Ragnarsson og Helga Dóra Ágústsdóttir sigruðu á Siglfirðingamótinu – myndasería

Á sunnudaginn s.l., 26. ágúst 2012, fór fram Siglfirðingamótið á Hvaleyrinni í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði. Þetta er í 2. sinn sem Siglfirðingamótið  er haldið, en fyrsta mótið fór fram í september 2011 á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.  Mótið er opið Siglfirðingum á höfuðborgarsvæðinu þ.e. þeim, sem eiga rætur sínar að rekja til Siglufjarðar eða tengjast Siglufirði sterkum böndum á einn eða annan hátt. Eins voru í bæði skipti margir Siglfirðingar búsettir á Siglufirði, félagar í Golfklúbbi Siglufjarðar, GKS,  sem lögðu leið sína á höfuðborgarsvæðið til þess að taka þátt í mótinu. Þátttakendur voru 47 – þar af 35 karlar og 12 konur.

Alltaf þegar Siglfirðingar koma saman er veðrið gott – bæði í fyrra á Hlíðarvelli í Mosfellsbænum og nú í ár á Hvaleyrinni var glampandi sólskin og einmuna blíða, sem er nokkuð merkilegt því deginum áður á Siggu&Timo mótinu rigndi eins og hellt væri úr fötu.

Sjá má litla myndaseríu úr Siglfirðingamótinu með því að SMELLA HÉR: 

Leiknar voru 18 holur og var leikfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í kvenna- og karlaflokki.

Í karlaflokki var það hinn frábæri Ragnar Ágúst Ragnarsson, GK, sem sigraði á heimavelli sínum – reyndar bæði punktakeppnina og höggleikinn þ.e. Ragnar var á besta skori allra keppenda, 76 höggum og var með 34 punkta. Í kvennaflokki vann Helga Dóra Ottósdóttir, GR, með 31 punkti en Auður Björt Skúladóttir, GK vann höggleikinn var á 91 höggi.

Úrslit í kvennaflokki á Siglfirðingamótinu 2012 voru eftirfarandi: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
1 Helga Dóra Ottósdóttir GR 18 F 19 12 31 31 31
2 Hulda Björk Guðjónsdóttir GK 28 F 16 14 30 30 30
3 Auður Björt Skúladóttir GK 6 F 8 15 23 23 23
4 Guðbjörg Sigþórsdóttir GK 28 F 11 12 23 23 23
5 Ásdís Matthíasdóttir GKG 27 F 13 9 22 22 22
6 Jósefína Benediktsdóttir GKS 18 F 16 5 21 21 21
7 Margrét Sigurbjörnsdóttir GK 28 F 11 9 20 20 20
8 Ragnheiður Jónsdóttir GKS 20 F 9 10 19 19 19
9 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 21 F 12 7 19 19 19
10 Jóhanna Þorleifsdóttir GKS 25 F 8 9 17 17 17
11 Ásta Jóna Skúladóttir GK 25 F 8 8 16 16 16
12 Guðbjörg María Jóelsdóttir GKG 22 F 5 6 11 11 11

Úrslit í karlaflokki á Siglfirðingamótinu voru eftirfarandi: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
1 Ragnar Ágúst Ragnarsson GK 3 F 20 14 34 34 34
2 Örn Jónsson GKG 13 F 15 18 33 33 33
3 Bjarni Sigurður Kristjánsson GKG 21 F 19 12 31 31 31
4 Gunnar Dagbjartsson GR 19 F 14 16 30 30 30
5 Salmann Héðinn Árnason GKJ 12 F 14 16 30 30 30
6 Runólfur Birgisson GKG 20 F 16 14 30 30 30
7 Guðmundur Lúther Loftsson GKG 18 F 14 15 29 29 29
8 Helgi Runólfsson GK 0 F 14 15 29 29 29
9 Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS 4 F 15 13 28 28 28
10 Guðmundur Marinó Ingvarsson GÁS 17 F 16 12 28 28 28
11 Ragnar Pétur Hannesson GK 18 F 18 10 28 28 28
12 Þorsteinn Jóhannsson GKS 7 F 12 15 27 27 27
13 Arnar Bjarki Jónsson 10 F 12 15 27 27 27
14 Guðmundur Pálsson GKG 15 F 12 15 27 27 27
15 Grétar Bragi Hallgrímsson GKS 9 F 13 14 27 27 27
16 Björn Steinar Stefánsson GKG 6 F 13 13 26 26 26
17 Sigurgeir H Guðjónsson GG 2 F 11 14 25 25 25
18 Þorleifur Árni Björnsson GOB 16 F 14 10 24 24 24
19 Elvar Ingi Möller GO 23 F 10 13 23 23 23
20 Gunnar Stefán Jónasson 18 F 10 13 23 23 23
21 Kári Arnar Kárason GKS 18 F 10 12 22 22 22
22 Þröstur Ingólfsson GKS 16 F 10 12 22 22 22
23 Ólafur Haukur Kárason GKS 14 F 12 10 22 22 22
24 Guðmundur Stefán Jónsson GR 18 F 12 9 21 21 21
25 Guðlaugur Ellert Birgisson GKJ 16 F 11 9 20 20 20
26 Sveinn Arason GKG 22 F 12 8 20 20 20
27 Steindór Örvar Guðmundsson GOB 20 F 11 8 19 19 19
28 Jóhann Georg Möller GO 14 F 12 7 19 19 19
29 Ingvar Ingvarsson GK 23 F 9 8 17 17 17
30 Guðni Gunnarsson GK 24 F 10 7 17 17 17
31 Halldór Kristinsson 24 F 7 9 16 16 16
32 Guðmundur Þóroddsson NK 14 F 9 7 16 16 16
33 Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson GKS 16 F 9 4 13 13 13
34 Ingvar Ingvarsson GK 24 F 6 6 12 12 12
35 Sigurður Árni Leifsson 24 F 4 3 7 7 7