Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 10:00

Tiger og Notah Begay III sigruðu á styrktarmóti NB3 Foundation Challenge 2012

Notah Begay ásamt Tiger Woods sigruðu í fyrsta sinn í 5 ár á skori upp á 9 undir pari í styrktarmóti NB3 Foundation Challenge á golfstaðnum Turning Stone í Atunyote golfklúbbnum.  Begay og Tiger hafa verið vinir allt frá því í Stanford.

Styrktarmótið var keppni 12 þekktra kylfinga sem skipt hafði verið upp í 3 lið Austurs og Vesturs, þ.e. Bandaríkin á móti Asíu.  Í einu liðanna þriggja fyrir Ameríku voru Begay og Tiger sem áttust við KJ Choi og YE Yang fyrir hönd Asíu. Aðrir sem þátt tóku f.h. Bandaríkjana voru Gary Woodland og Cristie Kerr fyrir Bandaríkin gegn Danny Lee og Se Ri Pak frá Asíu og Rickie Fowler og Lexi Thompson spiluðu f.h. Bandaríkjanna gegn Charlie Wi og Yani Tseng frá Asíu.

Woods og Begay sigruðu Choi og Yang 9-7. Woodland og Kerr sigruðu Lee og Pak 8-7. Og Tseng og Wi skyldu jöfn við Fowler og Thompson 7-7, þannig að Bandaríkin unnu 2.5-0.5 .

Sigurliðið hlaut í sinn hlut $450,000, og Woods gaf Begay tékka upp á $500,000 fyrir stofnun hans. Begay hefir safnað meira en $3 million fyrir stofnun sína sem leitast við að vinna bug á offitu meðal indíána Norður-Ameríku.

Til þess að sjá fréttaumfjöllun um styrktarmót NB3 SMELLIÐ HÉR: 

GOLF CHANNEL MORNING DRIVE