Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 21:50

PGA: Louis Oosthuizen efstur á Deutsche Bank Championship

Það var Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem er efstur á Deutsche Bank Championship. Hann lék á  samtals 19 undir pari, 194 höggum (66 65 63). Hann átti hreint og beint glæsihring í dag upp á 63 högg, fékk 9 fugla og 1 skolla. Sérlega flottur var kaflinn hjá Oosthuizen frá 4.-9. holu, en á þær 6 holur í röð fékk hann fugla. Oosthuizen er með 3 högga forystu á þann sem næstur kemur Rory McIlroy. Forystumaður gærdagsins, Rory McIlroy er í 2. sæti á  16 undir pari, 197 höggum (65 65 67). Þriðja sætinu deila Tiger og Dustin Johnson,en báðir eru þeir á 13 undir pari, samtals 200 höggum; Dustin (67 68 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 21:45

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Þorsteinsson – 2. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Hörður er fæddur 2. september 1961. Hann er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hörður er viðskiptafræðingur, í sambúð með Ásdísi Helgadóttur og á 4 dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hörður Þorsteinsson (51 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Marian McDougall, 2. september 1913 – May 14. maí 2009;  Robert Coles, 2. september 1972 ….. og …… Sigurður Jonsson (55 ára) Casey Schmidt Ingunn Rós Valdimarsdóttir (34 ára) Anna Haraldsdóttir Föt Á Uppbodi (16 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 21:00

Eimskipsmótaröðin (6): Myndasería frá Síma mótinu

Síma mótið, 6. og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar fór fram fyrstu helgina í september 2012.  Veðurslega voru dagarnir sem spilað var á eins ólíkir og verið geta: laugardaginn 1. september var kalt, hvasst og það rigndi; Sunnudaginn 2. september skein sólin og það var hlýtt. Laugardaginn voru spilaðar 36 holur og á sunnudaginn 18. Sjá má myndaseríu frá Síma mótinu sem tekin var seinni daginn með þvi að SMELLA HÉR:  Kylfingar úr Golfklúbbnum Keili voru sigursælir Einar Haukur og Tinna sigruðu, Signý tryggði sér stigameistaratitilinn og Kristján Þór, klúbbmeistari GK 2012, sem búinn var að leiða allt mótið tapaði naumlega í bráðabana og varð í 2. sæti. Glæsilegur árangur þetta hjá Keiliskylfingum! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 18:00

Eimskipsmótaröðin (6): Einar Haukur og Tinna sigurvegarar Síma mótsins í Grafarholti

Einar Haukur Óskarsson úr Keili lagði klúbbfélaga sinn, Kristján Þór Einarsson úr Keili í bráðabana um sigurinn í karlaflokki á Síma mótinu sem lauk í dag á Eimskipsmótaröðinni. Leikið var á Grafarholtsvelli. Einar Haukur og Kristján urðu jafnir á samtals þremur höggum yfir pari og fóru því í bráðabana. Þeir þurftu að leika 18. holuna í þrígang áður en Einar Haukur tryggði sér sigur. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Magnús Lárusson úr GKJ urðu jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum yfir pari. Hlynur Geir varð stigameistari með þeim árangri. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fór með sigur af hólmi í kvennaflokki í Síma mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Tinna lék Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 17:45

Evróputúrinn: Richie Ramsay sigraði á Omega European Masters

Það er Skotinn Richie Ramsay sem stóð uppi sem sigurvegari í Crans Montana, í Crans-sur-Sierre á Omega European Masters. Ramsay lék  á samtals 16 undir pari, 267 höggum (69 68 64 66). Hann átti 4 högg á þá 4 sem næstir komu þ.e. Svíann Fredrik Anderson Hed, Austurríkismanninn Marcus Fraser, Frakkann Romain Wattel og Englendinginn Danny Willett. Ramsay hefir aðeins 1 sinni áður sigrað á Evróputúrnum þ.e. á South African Open Championship árið 2009. Fyrir sigurinn í dag fékk Ramsay € 350.000,- og hann var kátur eftir sigurinn: „Frá því ég sigraði (2009) og nú hef ég tekið stórar ákvarðanir varðandi feril minn. Í dag bar erfiðið árangur,“ sagði hinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 11:45

PGA: Tiger tveimur á eftir forystunni á Deutsche Bank Championship – er í vandræðum með púttin

Tiger Woods er 2 höggum á eftir forystunni á Deutsche Bank Championship mótinu, sem er 2. mótið í FedExCup umspilinu. Eftir að hafa „bara“ náð pari a par-5 ,18. holunni, sem býður upp á auðveldan fugl, var Tiger í sömu sporum og hann byrjaði 2. hring á – þ.e. 2 höggum á eftir forystunni. Tiger púttaði eins og herforingi fyrsta daginn þegar hann kom kom í hús á 64 höggum en virtist eiga í vandræðum í gær með að setja niður fuglapúttin, þó næg væru færin. „Maður verður bara að jafna þetta svolítið út“ sagði Tiger eftir hringinn í gær. „vegna þess að daginn þar áður setti ég allt niður. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 11:00

Eimskipsmótaröðin (6): Gunnar Páll Þórisson fór holu í höggi!

Gunnar Páll Þórisson í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) er einn þeirra sem tekur þátt í Síma mótinu, síðasta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í ár. Fyrstu tvo daga mótsins spilaði Gunnar Páll á 85 höggum eða 14 yfir pari báða daga.  Sem stendur er Gunnar Páll í einu af neðstu sætunum í karlaflokki, 48. sætinu. Dagurinn í dag, þ.e. lokahringurinn er hins vegar sá langbesti hjá Gunnari Páli því hann fór nefnilega holu í höggi á 6. braut Grafarholtsins og er á 5 yfir pari þegar hann á 3 holur eftir óspilaðar. Sjötta brautin er par-3, slegið er niður í móti, 188 metra af hvítum teigum. Í lýsingu GR á þessari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 22:30

PGA: Rory leiðir eftir 2. hring Deutsche Bank mótsins – hápunktar og högg dagsins

Það er Rory McIlory sem leiðir eftir 2. hring Deutsche bank mótsins. Hann kom í hús á 65 höggumí dag og er því búinn að spila báða hringi sína á sama skori, þ.e. 65 og því samtals 130 högg.  Það er að sýna sig að það hefir haft góð áhrif á hann að hafa Caroline Wozniacki kærestu sína með sér á æfingahringnum! Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Rory er Louis Oosthuizen (66 65). Og í þriðja sæti eru síðan þeir Ryan Moore og Tiger Woods á samtals 10 undir pari, 132 höggum; Tiger (64 68) og Moore (64 68). Forystumaður gærdagsins, nýstirnið suður-kóreanska, Seung-Yul Noh er dottinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 22:15

Eimskipsmótaröðin (6): Kristján Þór í forystu fyrir lokahring Síma mótsins

Það er Kristján Þór Einarsson, GK, sem leiðir eftir 2. hring Síma mótsins, en mótið er 6. og síðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór spilaði frábært golf í dag og var sá eini í mótinu sem átti hring undir pari, ásamt Bjarka Péturssyni, GB, sem spilaði seinni hringinn á 2 undir pari, líkt og Kristján Þór spilaði fyrri hring.  Þar með upphóf Bjarki lakari fyrri hring upp á 79 högg og hóf sig úr 24. sætinu í það 5.-6., sem er glæsilegur árangur! Kristján Þór fékk 5 fugla (á 1.; 3.; 7.; 10. og 15. braut) en einnig 3 skolla (á 2.; 11. og 18. braut) á fyrri hring upp Lesa meira