Evróputúrinn: Richie Ramsay sigraði á Omega European Masters
Það er Skotinn Richie Ramsay sem stóð uppi sem sigurvegari í Crans Montana, í Crans-sur-Sierre á Omega European Masters. Ramsay lék á samtals 16 undir pari, 267 höggum (69 68 64 66). Hann átti 4 högg á þá 4 sem næstir komu þ.e. Svíann Fredrik Anderson Hed, Austurríkismanninn Marcus Fraser, Frakkann Romain Wattel og Englendinginn Danny Willett.
Ramsay hefir aðeins 1 sinni áður sigrað á Evróputúrnum þ.e. á South African Open Championship árið 2009. Fyrir sigurinn í dag fékk Ramsay € 350.000,- og hann var kátur eftir sigurinn: „Frá því ég sigraði (2009) og nú hef ég tekið stórar ákvarðanir varðandi feril minn. Í dag bar erfiðið árangur,“ sagði hinn 29 ára Ramsay (en hann er fæddur 23. júní 1983).
„Þetta er ótrúlegur staður að spila golf á, þannig að sigra hér er mjög sérstakt. Það er hægt að gleyma sér í að horfa á útsýnið, en ég vissi að ég ætti verk að vinna hér í dag. Ég var með ákveðið markmið í huga allan daginn og allan hringinn var ég að ímynda mér að ég væri að spila hring með bestu vinum mínum heima.“
„Þetta er ótrúlegur árangur gegn tveimur af þeim kylfingum sem eru í besta forminu; Paul (Lawrie) var að spila golf ævi sinnar og Danny (Willett) er einn af bestu ungu kylfingunum. Þannig að þetta var alltaf erfitt, en mér tókst þetta.“
Í 6. sæti voru Felipe Aguilar frá Chile, Bernd Wiesberger frá Austurríki og Skotinn Paul Lawrie. Þeir voru allir á 11 undir pari, 272 höggum, hver.
Til þess að sjá úrslitin á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024