Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 21:50

PGA: Louis Oosthuizen efstur á Deutsche Bank Championship

Það var Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem er efstur á Deutsche Bank Championship. Hann lék á  samtals 19 undir pari, 194 höggum (66 65 63). Hann átti hreint og beint glæsihring í dag upp á 63 högg, fékk 9 fugla og 1 skolla. Sérlega flottur var kaflinn hjá Oosthuizen frá 4.-9. holu, en á þær 6 holur í röð fékk hann fugla. Oosthuizen er með 3 högga forystu á þann sem næstur kemur Rory McIlroy.

Forystumaður gærdagsins, Rory McIlroy er í 2. sæti á  16 undir pari, 197 höggum (65 65 67).

Þriðja sætinu deila Tiger og Dustin Johnson,en báðir eru þeir á 13 undir pari, samtals 200 höggum; Dustin (67 68 65) og Tiger (64 68 68).

Í 5. sæti eru síðan Bandaríkjamennirnir Bryce Molder og Ryan Moore, á 11 undir pari samtals, hver.

Charley Hoffman og Jason Dufner deila síðan  7. sæti á 10 undir pari, samtals 203 höggum; Hoffman (67 67 69) og Dufner (67 66 70).

Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: