
PGA: Tiger tveimur á eftir forystunni á Deutsche Bank Championship – er í vandræðum með púttin
Tiger Woods er 2 höggum á eftir forystunni á Deutsche Bank Championship mótinu, sem er 2. mótið í FedExCup umspilinu. Eftir að hafa „bara“ náð pari a par-5 ,18. holunni, sem býður upp á auðveldan fugl, var Tiger í sömu sporum og hann byrjaði 2. hring á – þ.e. 2 höggum á eftir forystunni.
Tiger púttaði eins og herforingi fyrsta daginn þegar hann kom kom í hús á 64 höggum en virtist eiga í vandræðum í gær með að setja niður fuglapúttin, þó næg væru færin.
„Maður verður bara að jafna þetta svolítið út“ sagði Tiger eftir hringinn í gær. „vegna þess að daginn þar áður setti ég allt niður. Í dag (þ.e. í gær) var bara einn af þessum dögum þar sem mörg færi buðust og ég klúðraði þeim, mér fannst aldrei eins og ég næði að rúlla honum (boltanum) rétt.“
Tiger var með 30 pútt og 3 þeirra fékk hann á 11. flöt þar sem hann fékk skolla og fór niður í 8 undir par í mótinu. En eftir því sem leið á hringinn gekk betur. Á 14. flöt setti hann niður glæsilegt 30 feta (10 metra) fuglapútt (sem valið var högg dagsins á PGA og skoða má í stöðufrétt hér á Golf 1). Hann bætti við 15 feta (5 metra) fugli á 17. flöt og komast í 10 undir par, 2 höggum á eftir Rory McIlroy.
Tiger klúðraði illilega möguleikanum á að minnka enn muninn milli þeirra Rory á 18. eins og áður segir þegar hann lagði upp og átti slakt 3. högg sem var allt of stutt. Hann reyndi að notfæra sér hallann vinstra megin við holuna með því að slá með sandjárni en boltinn fór allt of hátt upp og vindurinn hafði síðan sitt að segja um lendinguna.
Í heildina sagðist Tiger vera ánægður með leik sinn frá teig að flöt og sagði að það erfiðasta væri að reikna vindinn út.
Tiger hefir 7 sinnum áður spilað í Deutsche Bank Championship mótum – hann vann mótið 2006 og hefir 2 sinnum verið í 2. sæti (2004 og 2007).
„Það ætti að vera auðvelt að ná góðu skori á þessum velli“ sagði Tiger í gær. „Vonandi verður morgundagurinn betri.“
Það verður gaman að sjá hvað Tiger gerir í kvöld!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024