Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2012 | 09:30

Ólafur Björn úr leik á The Championship at Star Fort

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í The Championship at Star Fort mótinu sem er hluti mótaraðar í Norður-Karólínu, sem ber heitið e Golf Professional Tour.  Mótaröðin er gríðarsterk. Þátttakendur í mótinu eru 122.

Í gær, eftir 2. hring, var skorið niður og því miður komst Ólafur Björn ekki í gegnum niðurskurð.

Sá sem er efstur eftir gærdaginn, 2. hring mótsins er Bandaríkjamaðurinn Harold Varner á 12 undir pari, 132 höggum (69 63).

Ólafur spilaði fyrri hring á 71 höggi. Þátttaka í eGolf mótaröðinni er liður í undirbúningi Ólafs Björns fyrir úrtökumót PGA mótaröðina, sem hefst í næsta mánuði.

Til þess að sjá stöðuna á The Championship at Star Fort SMELLIÐ HÉR: