Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson, eigandi Hole in One. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 43 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val. Þorsteinn hefir einmitt verið mjög duglegur í sumar í kylfuberastarfi fyrir börn sín, sem keppt hafa á Áskorendamótaröð GSÍ.  Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 62 ára;  Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (49 ára)
….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is