Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2012 | 09:00

Arnold Palmer veitt gullorða Bandaríkjaþings – myndskeið

Nú á miðvikudaginn s.l. 12. september hlaut golfgoðsögnin 83 ára, Arnold Palmer, gullorðu Bandaríkjaþings.

Orðan er veitt Palmer fyrir íþróttamennsku og fyrir að vera ímynd glæsimennsku sem og fyrir þjónustu í þágu bandarísku þjóðarinnar.

Við það tækifæri voru haldnar ræður sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan; fyrst er sýnt úr ræðu Nancy Pelosi, þinkonu demókrata og síðan ræðu Jason Boehner, repúblíkana og talsmanns þingmanna í neðri deild.

Loks sjáum við flotta ræðu Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus, en þeir Palmer hafa verið vinir og keppinautar á 7. áratug.

Til þess að sjá myndskeið frá því þegar Arnold Palmer var veitt Gullorða Bandaríkjaþings SMELLIÐ HÉR: