Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 19:20

Evróputúrinn: Joel Sjöholm leiðir á BMW Italian Open eftir 1. dag

Það er Svíinn Joel Sjöholm, sem tekið hefir forystu á BMW Italian Open, sem hófst í dag á Royal Park I Roveri golfvellinum glæsilega í Tórínó.

Joel Sjöholm spilaði á 8 undir pari, 64 höggum fékk 8 fugla og 10 pör. Fuglunum dreifði hann jafnt á fyrri og seinni 9.

Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti er Englendingurinn Lee Slattery, sem átti flottan hring upp á 65 högg, en fékk einum fuglinum færri, en líkt og Sjöholm 4 á fyrri 9 en síðan einum færri á seinni 9.

Martin Kaymer, sem ætlaði sér stóra hluti í mótinu er á 2 undir pari, spilaði á 70 höggum og er T-47.  Spurning hvort réttlætanlegt sé að hafa hann í Ryder bikars liði Evrópu, þegar hann virðist ekki vera í neinu sérstöku spilaformi?

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag BMW Italian Open SMELLIÐ HÉR: