Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 18:40

Bandaríska háskólagolfið: Axel átti glæsihring upp á 67 högg og Guðmundur Ágúst upp á 68 högg á 2. hring Mason Rudolph Championship

Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR áttu glæsilega hringi á Mason Rudolph Championship í dag, en mótið fer fram í Vanderbilt, Tennessee.

Axel spilaði á 67 glæsihöggum, fékk 6 fugla og 2 skolla. Samtals er Axel búinn að spila á 1 yfir pari, 143 höggum (76 67).  Axel deilir 16. sætinu ásamt 2 öðrum. Lið Mississippi State er í 3. sæti í mótinu ásamt Georgia State af 15 háskólum, sem þátt taka í mótinu.  Axel er á næstbesta skori í liði sínu.

Guðmundur Ágúst spilar líka í mótinu.  Hann bætti svo sannarlega stöðu sína, en fyrir daginn í dag var hann í 79. sæti en flaug upp í 42. sætið (þ.e. bætti sig um 37 sæti)  eftir frábæran hring upp á 68 högg. Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst 4 fugla og 1 skolla. Lið Guðmundur Ágústar, East Tennessee State er í 14. sæti, en Guðmundur Ágúst er á besta skorinu í liði sínu.

Golf 1 óskar þeim Axel og Guðmundi Ágúst góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna í Mason Rudolph Championship eftir 2. hring SMELLIÐ HÉR: