Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 21:20

Ólafur Björn komst áfram á 1. stig úrtökumóts fyrir PGA!!!

Ólafur Björn Loftsson, NK, tryggði sér sæti á næsta stig úrtökumóts fyrir PGA mótaröðina, sem er stórglæsilegt hjá Ólafi Birni!!!

Hann lék lokahringinn í The Dallas Golf Club í dag á 3 undir pari, 67 höggum; fékk 5 fugla og 2 skolla.  Ólafur Björn lauk keppni á samtals 2 yfir pari (74 71 67). Spil Ólafs Björns varð sífellt betra eftir því sem leið á mótið og nú er hann kominn áfram, en 38 efstu í mótinu komust á næsta stig.

Ólafur Björn varð T-34, þ.e. hann deildi 34. sætinu með Ryan Dagerman frá Dallas.

Í efsta sæti á úrtökumótinu varð Wes Worster, sem var á samtals 9 undir pari (67 67 67).

Næsta stig úrtökumóts fyrir PGA Tour fer fram 16.-19. október n.k.

Golf 1 óskar Ólafi Birni innilega til hamingju með glæsilegan árangur með ósk um áframhaldandi gott gengi!!!

Til þess að sjá úrslitin á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA í The Dallas Golf Club SMELLIÐ HÉR: