Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 18:00

Bjarki í 3. sæti í Búlgaríu!-Íslenska piltalands- liðið 3 grátlegum höggum frá 3. sætinu

Í dag var spilaður síðasti hringurinn á European Boys Challege Trophy, sem fram fór í St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu og stóð dagana 20.-22. september.

Bjarki Pétursson, GB, komst í verðlaunasæti, þ.e. varð í 3. sæti í einstaklingskeppninni. hann spilaði á 1 undir pari, 212 höggum (70 75 67). Hann átti glæsihring í dag upp á 4 undir pari; byrjaði hringinn á glæsierni og bætti síðan við 5 fuglum og 3 skollum. Glæsilegt hjá Bjarka!!!

Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG stóðu sig næstbest í íslenska piltalandsliðinu, deildu  8. sætinu ásamt rússneskum kylfingi á samtals 6  yfir pari, 219 höggum, hvor;  Gísli (71 76 72) og Ragnar Már (67 81 71).

Birgir Björn Magnússon, GK lauk keppni T-18, á 10 höggum yfir pari 223 höggum (72 75 76).

Emil Þór Ragnarsson, GKG, bætti skor sitt svo um munaði í dag spilaði á glæsilegu 1 höggi undir pari; 70 höggum; kom sér í T-29 eftir erfiða byrjun í mótinu (82 80 70).

Ísak Jasonarson, GK, var á 34 yfir pari (79 89 79) og varð í 44. sæti.

Aðeins munaði 3 höggum að íslenska piltalandsliðinu tækist að tryggja sér sæti á sjálfu Evrópumóti piltalandsliða. Í efsta sæti var lið Sviss á samtals 30 yfir pari; lið Danmerkur varð í 2. sæti á samtals 32 yfir pari og lið Belgíu varð í 3. sæti á samtals 35 yfir pari.

Íslenska piltalandsliðið var samtals á 37 yfir pari (359 387 356) og hefði það spilað  3 höggum betur hefði 3. sætið verið í höfn.

En svona má auðvitað ekki hugsa. Það gengur bara betur næst, en lærdómurinn sem draga má af þessu er það gamalkveðna að hvert högg telur!!!

Það sem uppúr stendur er að við eigum frábært piltalandslið – toppkylfinga – sem eru til alls vísir í framtíðinni!!!

 Til þess að sjá úrslitin í European Boys Challege Trophy  SMELLIÐ HÉR: