Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og The Falcons luku leik í 11. sæti á Lander Inv.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbb- og púttmeistari GA 2012, og nú háskólanemi í Pfeiffer, sem spilar með the Falcons, golfliði skólans, tók ásamt liði sínu þátt í Lander Bearcat Invitational. Spilað var á Old South Golf Links, í Hilton Head, Suður-Karólínu dagana 29.-30. september í síðasta mánuði. Það voru 66 þátttakendur frá 12 háskólum, sem kepptu í mótinu. Stefanía Kristín spilaði á samtals 21 yfir pari, 165 höggum (83 82). Stefanía Kristín hafnaði í 54. sæti og lið the Falcons í 11. sæti. Næsta mót sem Stefanía Kristín og The Falcons spila í er Patsy Rendleman Invitational í Salisburg, Norður-Karólínu sem fram fer 15.-16. október n.k. Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 18:00

Ryder Cup 2012: „Hr. Ryder Cup – Ian Poulter“

Fjölmiðlar í enskumælandi löndum eiga ekki til nægilega stór orð til að lýsa afreki Ian Poulter á Ryder Cup 2012. „Mr. Ryder Cup“ og „The Catalyst of the Miracle of Medinah“ eru aðeins dæmi þegar kemur að umfjöllun um Poulter.  Fjölmiðlar eru þegar búnir að setja hann á stall með  Seve Ballesteros, José María Olazábal, Bernhard Langer, Nick Faldo og Ian Woosnam, sem þrátt fyrir að Ryder bikarinn sé liðakeppni, sköruðu fram úr sem einstaklingar. Ef það á ekki fyrir Ian Poulter að liggja að sigra á risamóti þá getur hann huggað sig við það að hann er þegar búinn að skrifa sig í sögubækurnar sem einn af bestu kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 15:00

Ryder Cup 2012: Davis Love III ver leikplan sitt og ákvarðanir í Ryder keppninni

Davis Love III segir að hann hafi enga eftirsjá varðandi leikplan sitt þrátt fyrir að lið hans hafi brotnað saman í gær gegn sterku liði Evrópu Lið Bandaríkjanna tapaði með 14½ vinningi g. 13½ vinningi eftir að hafa verið í forystu  10-6 á laugardeginum. „Við vorum að spila svo vel, allir í liði okkar voru að spila svo vel, ég myndi ekki hafa gert neitt öðruvísi,“ sagði Love. „Allt fór eftir áætlun. Við vorum 4 yfir. Leikplanið virkaði fyrstu tvo dagana, það bara gerði það ekki í dag (þ.e. í gær).“ Bandaríski fyrirliðinn bar tilfinningar tapliðs Ryder Cup liðs hans við þær sem lið Evrópu fann fyrir eftir hrun þeirra 1999. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 12:30

Ryder Cup 2012: Viðbrögð nokkurra bandarískra fjölmiðla við ósigri Bandaríkjamanna í Rydernum

Golf 1 birti fyrir Ryder bikars keppnina spá nokkurra þekktra bandarískra fjölmiðlamanna og þar var trúin á bandaríska Ryder bikars liðið sterk. Af 12 fjölmiðlamönnum sem beðnir voru að spá um úrslitin sögðu 11 af 12 að bandaríska liðið myndi sigra. Og það leit svo sannarlega þannig út á laugardagskvöldinu að Bandaríkjamenn myndu rúlla yfir lið Evrópu. Staðan var 10:6. Það voru fæstir sem spáðu fyrir um 14 1/2 – 13 1/2 vinnings úrslitin liði Evrópu í vil. Sjá spá bandarísku fjölmiðlamannanna fyrir keppnina með því að SMELLA HÉR:  Það er gaman að blaða í gegnum nokkra þekkta bandaríska fjölmiðla í dag þ.e. sé maður á bandi evrópska liðsins. Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 11:00

Ryder Cup 2012: Kaymer hugsaði um Langer áður en hann púttaði úrslitapúttið

Martin Kaymer sagði eftir að Ryder bikarinn var í höfn að hann hefði hugsað um Bernhard Langer áður en hann setti niður púttið sem hélt bikarnum í Evrópu. Langer missti 6 feta (1.8 metra) pútt á 18. flöt í Kiawah Island árið 1991, sem varð til þess að Ryder bikarinn fór til Bandaríkjamanna. Kaymer átti nákvæmlega sama pútt þ.e. af sömu lengd eftir í viðureign sinni gegn Steve Stricker í Medinah en ólíkt læriföður sínum setti hann púttið niður. „Ég hugsaði um hann, sérstaklega þegar ég gekk í kringum holuna til að lesa púttið frá hinni hliðinni,“ sagði Kaymer. „Það var fótspor á línunni minni (í tilviki Langer var það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 02:00

Ryder Cup 2012: Evrópa sigraði 14 1/2 – 13 1/2 – hápunktar lokadagsins – myndskeið

EVRÓPA SIGRAÐI!!!! Mögnuð Ryder bikarsvörn, sem á sér fáa líka og það á útivelli …. og það var Martin Kaymer sem innsiglaði sigurinn – sigurinn sem allir í frábæru liði Evrópu lögðu sitt af mörkum til !!!! Sögulegan sigur!!!!! Að koma tilbaka eftir að hafa verið undir 10-6 er ótrúlegt …. og hvatning og innblástur allra Seve Ballesteros!!! Olé, Olé; Olé Ollie….. Til þess að endurupplifa nokkra hápunkta gærkvöldsins í sigri Evrópu í Medinah SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá úrslitin á Ryder Cup 2012 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra tekur þátt í Rose City Collegiate á morgun

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og University of San Francisco taka þátt í Rose City Collegiate í Langdon Farm GC, í Aurora, Kaliforníu á morgun. Komast má á heimasíðu Langdon Farms með því að SMELLA HÉR:  Gestgjafi er Portland State. Golf 1 óskar Eygló Myrru góðs gengis!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 20:40

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2012

Það er Anna Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna er fædd 30. september 1964 og er því 48 ára í dag. Anna er í Golfklúbbi Akureyrar. Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebooksíðu Önnu til þess að óska henni til hamingju hér að neðan: Anna Einarsdóttir (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kim Bauer, 30. september 1959 (53 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies)  ….. og ….. Ragnheiður Elín Árnadóttir (45 ára) Þot -Bandalagþýðendaogtúlka Herdís Jónsdóttir  Magnús M Norðdahl (56 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 20:25

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi hefur leik á morgun á Myrtle Beach Invitational

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders, golflið Belmont Abbey tekur þátt á morgun í Myrtle Beach Invitational, í Suður-Karólínu. Mótið er tveggja daga og stendur fyrstu tvo dagana í næsta mánuði. Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 20:10

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór spilar á morgun á Jim Rivers Intercollegiate

Golflið Nicholls State University tekur þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu sem er tveggja daga, frá 1. -2. október 2012. Gestgjafi mótsins er Louisiana Tech. Meðal þeirra sem þátt taka í mótinu er Andri Þór Björnsson, GR.  Spilað er á Squire Creek golfvellinum í Choudrant, Louisiana. Þátttakendur er golflið 14 háskóla. Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis á morgun!!! Fylgjast má með gengi Andra Þórs með því að SMELLA HÉR: