Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og The Falcons luku leik í 11. sæti á Lander Inv.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbb- og púttmeistari GA 2012, og nú háskólanemi í Pfeiffer, sem spilar með the Falcons, golfliði skólans, tók ásamt liði sínu þátt í Lander Bearcat Invitational.

Spilað var á Old South Golf Links, í Hilton Head, Suður-Karólínu dagana 29.-30. september í síðasta mánuði.

Það voru 66 þátttakendur frá 12 háskólum, sem kepptu í mótinu.

Stefanía Kristín spilaði á samtals 21 yfir pari, 165 höggum (83 82). Stefanía Kristín hafnaði í 54. sæti og lið the Falcons í 11. sæti.

Næsta mót sem Stefanía Kristín og The Falcons spila í er Patsy Rendleman Invitational í Salisburg, Norður-Karólínu sem fram fer 15.-16. október n.k.

Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu góðs gengis í mótinu!!!

Til þess að sjá úrslitin í Lander Invitational SMELLIÐ HÉR: