Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 12:30

Ryder Cup 2012: Viðbrögð nokkurra bandarískra fjölmiðla við ósigri Bandaríkjamanna í Rydernum

Golf 1 birti fyrir Ryder bikars keppnina spá nokkurra þekktra bandarískra fjölmiðlamanna og þar var trúin á bandaríska Ryder bikars liðið sterk. Af 12 fjölmiðlamönnum sem beðnir voru að spá um úrslitin sögðu 11 af 12 að bandaríska liðið myndi sigra. Og það leit svo sannarlega þannig út á laugardagskvöldinu að Bandaríkjamenn myndu rúlla yfir lið Evrópu. Staðan var 10:6. Það voru fæstir sem spáðu fyrir um 14 1/2 – 13 1/2 vinnings úrslitin liði Evrópu í vil. Sjá spá bandarísku fjölmiðlamannanna fyrir keppnina með því að SMELLA HÉR: 

Bandarískur golfaðdáandi

Það er gaman að blaða í gegnum nokkra þekkta bandaríska fjölmiðla í dag þ.e. sé maður á bandi evrópska liðsins. Það er aðdáunarvert með hversu mikilli reisn Bandaríkjamenn taka ósigri sínum, sérstaklega er eftirminnilegt hvernig Phil Mickelson, tók ósigri sínum gegn Justin Rose, sem var gífurlega mikilvægur fyrir Evrópu. Það er ekki auðvelt að tapa, þannig að það er ekki annað en hægt að dást af Bandaríkjamönnum.

En snúum okkur aftur að því hvað stendur í einhverjum stærstu bandarísku fjölmiðlunum:

New York Times: „ Ryder bikarinn verður áfram einn af mest ófyrirsjáanlegum og ómótstæðilegu íþróttaviðburðunum. Þegar lokapúttin hefði verið púttuð, þau farið framhjá holu eða gefin í rökkrinu af ljósum Medinah Country Club skiptust liðsmenn Evrópu á bjarnarfaðmlögum og kampavíni og þeir vöfðu þjóðfánum sínum um sig, þegar þeir fögnuðu ólíkindalegum 14 ½-13 ½ sigri sínum.“

USA Today: „Skilaboð José Maria Olazábal til niðurdregins Ryder Cup liðs síns laugardagskvöldið voru einföld: Trúið.“

Bandaríkjamaður frá toppi til táar. Skórnir sem kylfusveinn Bubba Watson, Ted Scott var í, í mótinu. Watson tapaði fyrsta leiknum fyrir Luke Donald á sunnudeginum, sem var gífurlega mikilvægur sigur fyrir Evrópu.

Chicago Tribune: „Ef mesta hrun í Ryder Cup bikarnum lauk 5:09 á sunnudeginum í Medinah þegar liðsmaður Evrópu, Martin Kaymer sökkti 1,8 metra pútti á 18. flöt, þá byrjaði það í raun fyrir alvöru tveimur tímum áður.“