Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 20:10

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór spilar á morgun á Jim Rivers Intercollegiate

Golflið Nicholls State University tekur þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu sem er tveggja daga, frá 1. -2. október 2012. Gestgjafi mótsins er Louisiana Tech. Meðal þeirra sem þátt taka í mótinu er Andri Þór Björnsson, GR.  Spilað er á Squire Creek golfvellinum í Choudrant, Louisiana.

Þátttakendur er golflið 14 háskóla.

Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis á morgun!!!

Fylgjast má með gengi Andra Þórs með því að SMELLA HÉR: