Afmæliskylfingur dagsins: Phill Hunter – 2. október 2012
Það er Phill Hunter, golfkennari í MP Golf Academy hjá Golfklúbbnum Oddi (GO) sem er afmæliskylfingur dagsins. Phill er breskur, fæddist 2. október 1964 og er því 48 ára í dag. Hann er kvæntur og á 1 strák. Phill hefir yfir 28 ára reynslu af golfkennslu. Á árunum 1983-1986 vann hann við Wath Golf Club og á árunum 1986-1988 við Grange Park Golf Club í Englandi. Hér á landi var Phill golfkennari hjá GR 1988-1991 og hjá GS 1992-1996 auk þess sem hann þjálfaði unglingalandsliðið á þessum árum. Phill og fjölskylda bjuggu síðan um 11 ára skeið í Þýskalandi þar sem hann var yfirgolfkennari við Golfclub Haus Kambach í Eschweiler. Lesa meira
LET: Lorena Ochoa keppir á Lacoste móti Evrópumótaraðar kvenna
Næstkomandi fimmtudag hefst á golfvelli Chantaco klúbbsins í Saint-Jean-de-Luz, Aquitaine, í Frakklandi, Lacoste Ladies Open de France. Mótið stendur 4. -7. október 2012. Þess mætti geta að Chantaco golfklúbburinn er einkaklúbbur Lacoste veldisins, en þar ólst upp og æfði m.a. einn eiganda Lacoste í dag, Katherine Lacoste, meðan hún var enn í keppnisgolfi. Meðal stórfrétta vikunnar er að Lorena Ochoa hefir ákveðið að snúa sér aftur að keppnisgolfi – þ.e. hún mun spila í mótinu. Blaðafulltrúar LET tóku viðtal við Lorenu, þar sem hún sagði m.a. að ein ástæða þess að hún tæki þátt væri að Lacoste hefði verið einn af stærri styrktaraðilum hennar og þau hefðu beðið hana að taka þátt. Lesa meira
Ryder Cup 2012: Óstundvísi Rory McIlroy og risaklukkan
José Maria Olazábal og restin af Ryder Cup liði Evrópu fengu gífurlegan skrekk á sunnudaginn. Það er einhvern veginn eitthvað sympatískt við þetta 🙂 Rory McIlroy var ekki með tímamismuninn á hreinu; vaknaði of seint og kom í Medinah Country Club aðeins 11 minútum fyrir rástíma hans og Keegan Bradley í tvímenningi sunnudagsins. Hann hefði átt þar að auki 5 mínútur og 1 sekúndu eftir rástímann – Bradley myndi hafa fengið að slá á undan …. en að loknum þeim tíma hefði fyrsti sigur Bandaríkjamanna verið í höfn þann daginn og það hefði svo sannarlega breytt landslaginu. Þetta eina stig, sem Rory hefði tapað með seinagangi sínum hefði getað kostað lið Lesa meira
Ryder Cup 2012: Stricker að jafna sig eftir óskemmtilegt Ryder Cup mót 2012
Í Ryder og forsetabikarnum voru Tiger og Steve Stricker með frábæran feril fyrir Ryder bikars mótið í Medinah 6-0-2 (þ.e. 6 sigra og 2 töp). Nú um helgina gekk hins vegar ekkert upp hjá þeim félögum. Athyglin var sem fyrr öll á Tiger og því sem úrskeiðis fór hjá honum, en minna ritað um að Stricker skilaði ekki einu einasta stigi til bandaríska liðsins. Í Medinah bættist 0-0-4 á glæsilegan feril, sem nú er því 6-0-6 (þ.e. 6 sigrar 6 töp). Í tvímenningsleik Steve Stricker á móti Þjóðverjanum Martin Kaymer var allt jafnt milli þeirra á 16. holu og bandaríska liðið vantaði sárlega 1 stig til að lyfta Ryder bikarnum Lesa meira
Ryder Cup 2012: Myndir frá Medinah
Hér að neðan er tengill á heimasíðu Ryder Cup þ.e. myndasíðu með öllum myndum frá Ryder bikars keppninni 2012 í Medinah, Chicago. Til þess að skoða myndaseríur frá öllum dögum mótsins SMELLIÐ HÉR: Þessi keppni verður lengi í minnum höfð fyrir það hvernig liði Evrópu tókst að snúa svartnættisstöðu á laugardeginum í sætan sigur á sunnudeginum, þegar lið Evrópu vann 8 1/2 af 12 tvímenningsleikjum keppninnar. Hér að ofan eru m.a. skemmtilegar myndir af sigurgleði evrópskra liðsmanna að leik loknum. Svona til upprifjunar þá fóru leikar svo í Ryder bikars keppninni 2012 – SMELLIÐ HÉR:
Ryder Cup 2012: Olazábal segir að árangur liðs Evrópu á laugardeginum hafi ráðið úrslitum
José Maria Olazábal fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu hefir látið hafa eftir sér að laugardagsleikirnir hafi ráðið úrslitum í frábærum sigri Evrópu í Ryder bikarnum í Medinah. Staðan var orðin 10-4 eftir hádegið á laugardeginum og lið Evrópu að missa tökin á Ryder bikarnum – þetta leit illa út. En Sergio Garcia og Luke Donald tókst að sigra Tiger Woods og Steve Stricker til að minnka muninn og Ian James Poulter fékk fugla á síðustu 5 holurnar í dramatískum sigri hans og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy á þeim Jason Dufner and Zach Johnson. Þar með var staðan orðin 10-6 og skapaði grunninn fyrir lið Evrópu sem þarfnaðist 8.5 stiga Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 29. sæti eftir 1. dag Jim Rivers Intercollegiate
Andri Þór Björnsson, GR og The Colonels, golflið Nicholls State taka þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu, sem stendur dagana 1.-2. október 2012. Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum og leikið er í Squire Creek, í Choudrant, Louisiana. Eftir 1. dag og tvo spilaða hringi er Andri Þór búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (75 74) og deilir 29. sæti ásamt Gustavo Chuang frá Nevada háskólanum. Lið The Colonels er í 12. sæti í liðakeppninni og er Andri Þór búinn að spila best allra í lið sínu. Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis lokahringinn! Til þess að fylgjast með gengi Andra Þórs SMELLIÐ HÉR:
Shanshan Feng sigraði á Opna japanska
Kínverska stúlkan Shanshan Feng nældi sér í 3. sigur sinn á japanska LPGA (skammst.: JLPGA). Hún var á sléttu pari á Opna japanska (ens.: Japan Women’s Open á lokahringnum í gær, 30. september í Yokohama Country Club. Feng, sigraði á LPGA Championship risamótinu fyrr á þessu ári. Hún er fyrsti leikmaðurinn frá árinu 1997 til þess að sigra risamót bæði á LPGA og JLPGA, á sama árinu. Hún er líka eini leikmaðurinn til þess að vera á heildarskori upp á par eða betur í Yokohama. Feng var á 1 undir pari, 71 höggi á lokahringnum og átti 1 högg á InBee Park, sem varð í 2. sæti. Ji-Hee Lee varð í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Dagur Ebenezersson – 1. október 2012
Það er Dagur Ebenezersson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Dagur er fæddur 1. október 1993 og er því 19 ára í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Golf 1 tók fyrr á þessu ári viðtal við Dag sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Dagur Ebenezersson (19 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George William Archer f. 1. október 1939 – d. 25. september 2005; ….. og ……. Þórdís Geirsdóttir (47 ára) Áslaug Sif Guðjónsdóttir (65 ára) Litla Búðin Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 11. sæti eftir 1. hring Starmount Classic
Þær Sunna Víðisdóttir, GR og Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG, taka í þessum skrifuðum orðum þátt í Starmount Classic mótinu í Greensboro, Norður- Karólínu. Spilað er í Starmount Forest CC. Þátttakendur eru 89 frá 16 háskólum. Sunna átti glæsihring upp á 2 yfir pari, 73 högg og er í 11. sæti, eftir fyrri hring dagsins. Sunna er á besta skori liðs síns. Berglindi hins vegar átti ekki sinn besta hring, spilaði á 10 yfir pari, 81 höggi og er sem stendur í 65. sæti. Berglind er á 2. besta skori liðs síns, eftir 1. hring. Nú er verið að spila 2. hringinn í mótinu. Elon háskóli Sunnu er í 5. Lesa meira









