Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 11. sæti eftir 1. hring Starmount Classic

Þær Sunna Víðisdóttir, GR og Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG,  taka í þessum skrifuðum orðum þátt í Starmount Classic mótinu í Greensboro,  Norður- Karólínu. Spilað er í Starmount Forest CC. Þátttakendur eru 89 frá 16 háskólum.

Sunna átti glæsihring upp á 2 yfir pari, 73 högg og er í 11. sæti, eftir fyrri hring dagsins. Sunna er á besta skori liðs síns.

Berglindi hins vegar átti ekki sinn besta hring, spilaði á 10 yfir pari, 81 höggi og er sem stendur í 65. sæti.  Berglind er á 2. besta skori liðs síns, eftir 1. hring.

Nú er verið að spila 2. hringinn í mótinu.

Elon háskóli Sunnu er í 5. sæti sem stendur og gestgjafarnir UNCG í síðasta sæti.

Til þess að fylgjast með gengi Berglindar og Sunnu  SMELLIÐ HÉR: