Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 02:45

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 29. sæti eftir 1. dag Jim Rivers Intercollegiate

Andri Þór Björnsson, GR og The Colonels, golflið Nicholls State taka þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu, sem stendur dagana 1.-2. október 2012.

Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum og leikið er í Squire Creek, í Choudrant, Louisiana.

Eftir 1. dag og tvo spilaða hringi er Andri Þór búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (75 74) og deilir 29. sæti ásamt Gustavo Chuang frá Nevada háskólanum.

Lið The Colonels er í 12. sæti í liðakeppninni og er Andri Þór búinn að spila best allra í lið sínu.

Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis lokahringinn!

Til þess að fylgjast með gengi Andra Þórs SMELLIÐ HÉR: